Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 122
114
lausnari mannkynsins. Fyrri liugmyndin er stundum nefnd
Daviðssonarskoðunin, þar eð almennast var að hugsa sjer
framtíðarkonunginn jarðneska niðja Daviðs, er endurreisa
ætli ríki hans í djn'ð og veldi. En siðari hugmyndin er
kend við opinberanastefnuna og nefnd »apokalyptiska«
skoðunin.
2. Framtíðarkonungurinn jarðneski.
Samkvæmt hugmyndinni um jarðneska framtíðarkonung-
inn, átti Messías að vera voldugur i verkum og öflugur í
guðsótta og gæta hjarðar guðs tueð trúfesti og rjettvisi. Fótt
hann væri jarðneskur konungur og maður á inannlegan hátt
getinn, hugsuðu menn sjer að guð hefði gefið honum sjer-
staka hæfileika og atgerfi, gætt hann óvanalegum mætti og
tign. Hann átti að vera fulltrúi guðs og meðalgangari, vold-
ugur og herskár konungur, sem frelsa ætli eignarþjóð guðs
undan allri áþján og yfirdrotnan annara þjóða og eyða
óvinum ísraels, en ná yfirráðum yfir öðrum þjóðum og
undiroka alla heiðingja og hefna allra misgerða á heiðnum
þjóðum. Hann átti að ríkja yfir heilögum lýð og gera þjóð-
ina hamingjusama. Riki hans var bundið við þessa jörð og
gæði liennar, bundið við landið helga, en þó riki rjettlælis
og hamingju.
Messiasarhugmyndirnar í þessari mynd koma fram í 1.
Enoksbók í 90. kapítulanum,1) þar sem talað er um liann
á líkingamáli, og i 3. bók Síbylluspánna. Eru hvortveggju
þau ummæli talin að vera frá Makkabeatimabilinu. Er lýs-
ingin í Síbylluspánum á þessa leið:
»Og þá mun guð senda konung frá sólarupprás, og hann
mun gefa sjerhverju landi lausn undan glötun ófriðarins.
Suma mun hann leggja að velli, en aðra mun hann helga
með tryggum eiðum. Og eigi mun hann gera alla þessa
hluti af eigin vilja, heldur í hl}7ðni við góðar fyrirskipanir
hins máttuga guðs«.2)
Mest ber þó á jarðnesku, þjóðbundnu konungshugmynd-
inni i erfðaskránum, og það, sem eftirtektaverðast er við
þær skoðanir, er, að Messías er þar ýmist talinn af Leví
eða Júdaætt, og ekki aðeins talað um hann sem konung,
heldur líka sem prest og spámann. Sýnir þetta merkilega
1) 37.-38. v.
2) 3, 652. nn.