Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 109
101
föstu til afplánunar syndum, og til þess að forðast freist-
ingar. Rúben er bindindissamur í 7 ár:
»Og eftir þetta gerði jeg iðrun með ráðnum huga í sjö ár
frammi fyrir drotni. Og jeg drakk hvorki vin nje 'sterka
drykki; kjöt kom ekki inn fyrir varir mínar, og jeg át enga
lostæta fæðu. En jeg hrygðist yfir synd minni, því að hún
var stór, svo að engin hafði slik verið framin í ísrael«.1)
Símeon fastaði í 2 ár:
»Fyrir því kvaldi jeg sálu mína með föstu í tvö ár í ólta
drottins, og þá fann jeg það, að ótli drottins losar menn
undan valdi öfundarinnar«.2)
Júda drakk eltki vín og forðaðist kjöt fram á gamals-
aldur:
»lö 4 Og sannarlega iðraðist jeg þessara hluta. Vín nje
kjöt bragðaði jeg ekki fyr en í elli, og jeg gaf mig ekki að
neinni gleði.
19 2 Vegna fjár glataði jeg börnum minum, og befði ekki
yfirbót mín og auðmvkt og bænir föður míns verið tekið lil
greina, þá befði jeg dáið barnlaus«.
Jósef fastaði í 7 ár, til þess að geta varðveitt skírlífi sitl:
»Og jeg fastaði í þessi sjö ár, og Egiptum virtist jeg líta út
eins og sá, sem lifir góðu lífi, því að þeir, sem fasta vegna
guðs, verða fagrir ásýndum«.3)
íssakar forðaðist vinnautn alla æfi:
»Jeg drakk ekki vín, svo að það leiddi mig ekki afvega.
Jeg girntist engan girnilegan hlut, sem náungi minn álti«.4)
Annars voru meinlætaskoðanir Gyðingum ekki eiginlegar.
Þeir litu yfirleitt á gæði lífsins sem gjafir guðs, og er mein-
lætaskoðunin til þeirra komin úr gríska heiminum, enaa
náði mestri feslu í grískgyðingdóminum. Þó varð fastan að
venju meðal Gyðinga yfirleilt. Er þess getið um Daníel og
vini hans þrjá, að þeir hafi aðeins neytt kálmetis og drukkið
vatn.5) En strangasta fastan var í því fólgin, að neyta hvorki
matar nje drykkjar, smyrja hvorki höfuð sitt nje þvo andlit
sitt. Við vægari föstu var leyfilegt að neyta einhvers kvöld-
1) E. Rúb. 1,10.
2) E. Sím. 3, 4.
3) E. Jós. 3, 4.
4) E. íss. 7, 3.
5) Dan. 1, 12.