Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 162
154
heims beri að skoða óhjákvæmileg skilyrði þess að fá að
njóta gæða komandi aldar. Þess vegna eigi menn ekki að
einblína á alt hið erfiða og þungbæra, sem yfirstandandi
tíminn beri í skauti sjer, heldur festa hugann við það, sem
framundan er, og fesla alla von sina á komandi öld, því að
þar verði allri neyð og þjáningum og hörmungum af Ijett og
ráðning fáist á gátum lífsins, sem óviðráðanlegar hafa verið
hjer í heimi.
»7 11 Þá sagði hann víð mig: Einmitt svo er hlutskifti Is-
raels, þvi að vegna þeirra skapaði jeg heiminn. En þegar
Adam braut boðorð mín, þá var alt hið skapaða dæmt. 12 Og
vegir þessarar aldar urðu þröngir og sorglegir og fullir þján-
inga, og fullir af hættum og miklu erfiði. 13 En vegir kom-
andi aldar eru breiðir og öruggir og bera ávöxtu ódauðleik-
ans. 14 Ef menn hafa því ekki gengið í gegnum þessa þröngu
og fánýtu hluti, þá munu þeir sannarlega ekki verða færir
um að taka móti því, sem þeim er geymt.
15Hvi hryggist þú þá yfir því, að þú ert fallvallur?
Hví ert þú órór yfir þvi, að þú ert dauðlegur?
lcHvi hefir þú ekki hugleitt það, sem koma á, fremur en
það, sem nú er?«
Hjer er ný ráðning gátunnar, sem valdið hafði mörgum
trúuðum Gyðingi svo mikilla erfiðleika, vandamálsins um
bölið í heiminum. í stað þess að skoða böl það, er rjettlátur
maður vcrður fyrir, afleiðingu synda hans, er nú farið að líta
á það sem óhjákvæmilegan hlekk í rás viðburðanna. Og í
stað þess að reyna að samrýma böl heimsins og rjettlæti
guðs, kemur fullyrðingin um spillingu þessarar aldar. Þar er
um staðreynd að ræða, sem allir verða að lúla. Jafnt rjett-
látur maður sem ranglátur verður að taka kjörum þeim, sem
þessi heimur hefir honum að bjóða. En í öðrum heimi birt-
ist rjettlæti guðs og þar fær hver maður endurgjald gerða
sinna.