Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 169
161
annaðhvort að neita því, að upprisa dauðra ætti sjer stað,
eða halda því fram, að menn gætu átt margar konur í guðs-
ríkinu, sem menn væntu sjer að koma ætti. En Saddúkeunum
varð ekki að von sinni, eins og svar Jesú sýnir. Því að Jesús
heldur fram andlegu upprisuvonunum, líkum þeim, sem vjer
þekkjum frá fimta aðalkafla 1. Enoksbókar. Minnir orðalagið
í svari Jesú jafnvel sumstaðar á orðalag 1. Enoksbókar, t. d.
»heldur eru þeir eins og englar í himnunum« (sbr. 1. Eúoks-
bók 104, 4. og 6., sjá bls. 131).
Ummæli Jesú um mannssoninn verða alls ekki skilin
til hlítar, nema menn hafi kynt sjer Messíasarhugmyndir op-
inberunarritanna. Þangað verður að rekja sögulegan uppruna
mannssonarheitisins, og þangað verður að leita, ef gera á sjer
grein fyrir því, hvers vegna Jesús notaði mannssonarnafnið
um sjálfan sig, öllum öðrum Messíasarnöfnum fremur. En út
í þetta skal ekki farið frekar hjer, en látið nægja að vísa til
erindis míns um þetta efni, sem prentað er í Prestaíjelags-
ritinu 1919.1)
Endurkomuræðurnar2 3) endurspegla á margan liátt hug-
myndir opinberunarritanna. Er því gagnlegt fyrir þann, er
skýra vill ummæli þeirra, að þekkja sem ítarlegast heims-
slitaskoðanir gyðingdómsins af opinherunarritunum. Annars
verður hjer ekki neilt nánar farið út í það, hvernig skýra
beri ræður þessar. Þar eru skoðanir mjög skiftar og yrði því
alt of langt mál að fara út í það hjer. Aðeins skal bent á,
hve líkingin um eldinguna og komu mannssonarins i Matt.
24, 27. verður eðlileg, þegar vjer vitum, að björt og leiftrandi
elding var á líkingamáli þessara tíma látin vera ímynd
Messíasar.8)
Margar aðrar af líkingum Jesú skiljum vjer einnig betur
eftir að hafa lesið opinberunarritin, og finnum þá, hve eðli-
legar líkingar hans voru út frá hugsanaferli þeirra, er hann
talaði til. T. d. likingin um fjársjóðina í Fjallræðunni,4 5) um
vínviðinn og greinarnar í Jóhannesarguðspjalli og líkingatalið
um vatnið og lindina við samversku konuna.6)
1) »Mannssonurinn. í hverri mei kingu og hvers vegna nefndi Jesús
sig mannssoninn?«
2) Mark. 13., Matt. 24. og Lúk. 21. kap.
3) 2. Bar. 53. kap.
4) Matt. 6, 19. nn.
5) Sbr. líkingakaflann i 2. Barúksbók, þar sem Messíasi er likt við
lind og vínvið.
21