Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 136
128
upprisu allra ísraelsniðja haldið fram, t. d. í þessum um-
mælum:
»£>1 1 Og á þeim dögum mun jörðin skila aftur því, sem
henni hefir verið trúað fyrir,
og scheol skila aftur því, sem það hefir tekið við,
og undirdjúpin munu skila aftur þvi, sem þau skulda.
2 Því að á þeim dögum mun hinn útvaldi risa upp.
Hann mun velja úr þeim þá, sem rjettlátir eru og heilagir,
því að sá dagur hefir nálgast, er þeir munu frelsaðir verða«.
Önnur skoðunin er sú, að hinir rjettlátu einir rísi upp.
Pað er skoðunin, sem haldið er fram i .Tesaja.1) Par er talað
um að menn Jahve, þ. e. játendur hans, muni risa upp.
Hið sama er kent í 91.—94. kap. 1. Enoksbókar. Þar stendur
meðal annars:
»91 10 Og hinir rjettlátu munu rísa upp af svefni sínum,
og viskan mun rísa upp og verða gefin þeim.
93 3 Og hinn rjettláti mun rísa upp af svefni,
og ganga á vegum rjettlætisins
og allir vegir hans og breytni munu verða í eilífri gæsku
og náð«.
í 30. kap. 2. Barúksbókar er líku einnig haldið fram.
En þriðja skoðunin er sú, að allir menn eigi að rísa upp.
Því er haldið fram í erfðaskrá Benjamíns. Par stendur:
»Og þá munuð þjer sjá Enok, Nóa, Sem og Abraham og
ísak og Jalcob rísa upp í fögnuði til hægri handar (guði).
Þá munum vjer einnig rísa upp, hver og einn (sem höfð-
ingi) yfir sinni ættkvísl og tilbiðja konung himinsins. Pá
munu lika allir menn rísa upp, sumir til dýrðar og aðrir
til smánar«.2)
í 4. Esrabók koma þessar víðsýnni hugmyndir eínnig
fram í þessum ummælum:
y>'7' 32 Og jörðin mun skila aftur þeim, sem sofa i henni,
og duftið þeim, sem hvíla í því,
og herbergin munu skila aftur þeim (sálum),
sem þeim hefir verið trúað fyrir.
37 Og þá mun hinn hæsti segja við þjóðirnar, sem upp
hafa veiáð reistar: Sjáið nú og viðurkennið þann, sem þjer
hafið afneitað, sem þjer hafið ekki þjónað, heldur fyrirlitið
boð hans«.
1) 26, 19.
2) 10, 6.-8.