Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 167
159
#
Jesú um takmarkalausan kærleika guðs hafi laðað menn til
hans, ekki sist þá, er örvænt höfðu um miskunnsemi hins
rjettláta guðs, sem þeir vegna afbrota sinna óttuðust. En
hitt fáum vjer lítið að vita unr í nýja testamentinu, hvaða
skoðanir og hugmyndir af þeim, er samtímamenn Jesú voru
áður uppfræddir í, urðu þeim brú yfir til hans, urðu þeim
gagnlegur undírbúningur til skilnings á prjedikun Jesú.
Hjer koma opinberunarritin oss til hjálpar, því að þar velt-
ist oss þekking á mörgum af andlegustu skoðununum, sem
uppi voru hjá þátímanum. Pessi rit leiðbeina oss belur en
nokkur önnur um það, hvað nýtt sje og frumlegt af því,
sem kristindómurinn ber fram, og í hverju sje fylgt þátiðar-
liugsunarhætli.
Það er lærdómsríkt að bera saman andlegustu skoðanir
opinberunarritanna og prjedikun Jesú um sama efni.
Að bera saman guðsrikiskenningu Jesú og andlegustu
framtíðarvonirnar um guðsríkið í opinberunarritunum.
Að bera sarnan guðshugmynd opinberunarritanna og hug-
myndir þeirra um stjórn guðs, og svo prjedikun Jesú um
kærleiksrika föðurinn og forsjónarafskifti hans.
Að bera saman Messíasarhugmjmdir opinberunarritanna,
og hins vegar Messíasarvilund Jesú, eins og hún birtist oss
í frásögunni um freistingu hans og alþektu ummælunum,
að mannssonurinn sje ekki kominn til þess að lála þjóna
sjer, heldur til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til
lausnargjalds fyrir marga.
Að bera saman kennir.gu Jesú um manneðlið, manngildið
og syndugleika mannsins, og hugmyndir opinberunarritanna
um þessi efni.
Að bera saman siðakenningar opinberunarritanna, t. d.
umiuæli erfðaskránna um fyrirgefningu og um kærleika
til guðs og náungans (sjá bls. 93 n.) og svo aftur prjedikun
Jesú um hugarfar kærleika og hjarlahreinleika (Matt. 18, 15.
35.; 22, 37. nn. o. v.).
Það yrði of langt mál, að fara út í samanburð á þessum
nefndu atriðum og mörgum öðrum, sem eðlilega koma hjer
til greina. Yerður að láta nægja að benda á nauðsyn slíks
samanburðar fyrir hvern þann, er meta vill og skilja prje-
dikun Jesú á sögulegum grundvelli.
Um slíkan samanburð skal það álit látið í Ijós, að
næsta ólíklegt sje, að nokkrum, sem hann geri með sam-
viskusemi og nákvæmri athugun, muni finnast minna um