Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 75
mig upp, eins og vindur tekur upp laufblað, og selti mig
fyrir framan auglit drottins«.
í Opinberun Barúks grísku eru himnarnir taldir 5 (sjá
bls. 31). Eru einkennilegastar hugmyndir þessa rits um
hades i kviði drekans mikla í þriðja himni. Er lýsing bók-
arinnar á því á þessa leið:
»4 1 Og jeg, Barúk, sagði: Sjá, herra! Þú sýndir mjer mikla
og furðulega hluti. Sýn mjer nú alla hluti fyrir sakir drotl-
ins. 2 Og engillinn sagði við mig: Iíom! Látum oss lialda
áfram. Og jeg hjelt áfram með englinum frá þessum stað1)
nálægt hundrað áttatíu og fimm dagleiðir. 3 Og hann sýndi
mjer sljettu og dreka, sem virtist vera tvö hundruð pleþra2) á
lengd. 4 Og hann sýndi mjer hades og var útlitið dimt og
andstj^ggilegt. Og jeg sagði: Hver er þessi dreki og hvert er
þetta ferlíki í kring um hann? 6 Og engillinn sagði: Drekinn
er sá, sem etur líkami þeirra, sem eyða lífi sínu í illverkum,
og eru þeir fæða hans. 6 Og þetta er hades, sem sjálft likist
drekanum einnig mjög, því að það drekkur nálægt einni
alin af sjónum og þó þverr hann aldrei. . . .
£5 1 Og jeg, Barúk, sagði við engilinn: Jeg ætla að spyrja
þig að einu, herra. 2 Þú sagðir mjer, að drekinn drykki eina
alin af sjónum, en hve stór er þá kviður lians? 3 Og engillinn
sagði: Iíviður hans er hades, og eins langt og þrjú hundruð
manns geta kastað blýkúlu svo stór er kviður hans«.
3. Jörðin.
Gyðingar hugsuðu sjer, að jörðin væri miðdepill alheims-
ins, en Jórsalaborg miðdepill jarðarinnar. Segir svo i 1.
Enoksbók um borgina helgu og umhverfi hennar:
»26 1 Og jeg fór þaðan til miðju jarðarinnar og jeg sá
blessaðan stað, og voru þar trje með sigrænum greinum og
blómum. 2 Og þar sá jeg heilagt fjall; austan undir þvi rann
á til suðuráttar. 3 Og i austurátt sá jeg annað fjall hærra en
þetta, og milli þeirra var djúp gjá og þröng. 1 henni rann
einnig á undir fjallinu. 4 Og í vesturátt var annað fjall, lægra
en hið fyrra og eigi hátt, og djúp og þur gjá var á milli
þeirra, og enn önnur djúp og þur gjá var við ystu enda
fjallanna þriggja. 6 Og allar gjárnar voru djúpar og þröngar
úr hörðum klettum, og engin trje voru gróðursett á þeim.
1) P. e. öðrum himni.
2) Þ. e. 20000 gr. fet == nál. 19650 d. fet.