Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 103
95
að ryðja þeim úr vegi, sem hann öfundar. Og svo lengi,
sem hinn öfundaði blómgast, fölnar hinn öfundsjúki«.
Erfðaskrá Gads:
»£5 1 Hatrið er ilt, því að það hefir jafnan mök við l)Tgina
og talar gegn sannleikanum. Það gerir mikið úr litlu, gerir
Ijós að myrkri, kallar hið sæta biturt og ber út óhróður.
Það tecdrar upp reiði, æsir til ófriðar, oíbeldis og hvers-
konar girnda. Það fyllir hjartað illu og djöfullegu eitri. 8 Þetta
segi jeg yður af reynslu, börnin min, svo að þjer megið
reka burt hatrið, sem er frá djöflinum, en halda fast við
elskuna til guðs. 8 Rjettlætið kastar reiði á dyr; auðmýktin
vinnur bug á öfund. Því að sá, sem er rjettlátur og auð-
mjúkur, blygðast sín fyrir að vinna ranglætisverk, og það
eigi vegna ávítana annara, heldur af eigin hjarta, því að
drottinn litur á tilhneigingar hans. 4 Hann talar ekki gegn
helgum manni, því að guðsóttinn sigrast á hatrinu. 6 Hann
vill ekki gera neinum manni rangt, j'afnvel ekki í hugsun,
af ótta við að annars mundi hann móðga drottin. 6 Þetta
lærði jeg að lokum eftir að jeg hafði iðrast vegna Jósefs.
7 Því að sönn iðrun guði að skapi rekur burt myrkrið og
lætur birta fyrir augum, gefur sálinni þekkingu og leiðir
hugann til frelsunar. 8 Og þá hluti, sem hugurinn lærði ekki
af mönnum, fær hann að þekkja fyrir iðrun.
r7' 1 Ef nianni vegnar belur en þjer, þá lát þjer ekki
gremjast það, heldur bið einnig fyrir honum, að velgengni
hans megi vera fullkomin, því að slíkt er þjer gagnlegt. 2 Og
ef hann kemst til hærri metorða, þá öfunda hann ekki, en
minstu þess að alt hold á að deyja; og fórna guði lofgerð,
því að hann gefur öllum mönnum góða og gagnlega hluti. . . .
7 Rekið því öfundsýkina hurt úr sálum yðar og elskið hver
annan af einlægu hjarta«.
Erfðaskrá Sebúlons:
»ö 4 Þegar vjer komum til Egiptalands, þá ól Jósef enga
óvild í brjósti gagnvart oss. 5 Hafið dæmi hans fyrir augum,
börnin min, og minnist eigi þess órjettar, er yður hefir
verið gerður, heldur elskið hver annan og verið ekki hver
um sig að halda tölu á misgerðum bróður síns«.
Um hófsemi og bindindi tala erfðaskrárnar einnig, og
gefur Erfðaskrá Júda svofeldar ráðleggingar:
»14 7 Og nú segi jeg yður, börnin mín, verðið ekki druknir
af víni, því að vínið snýr huganum frá sannleikanum, vekur
lostasemi og leiðir augun í villu. 2 Því að hórdómsandinn