Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 32
24
er þá á syni hans og talið að þeir muni skamman tíma að
völdum sitja; voldugur konungur frá Yesturlöndum muni
koma með hersveitir inn í land þeirra (þar átt við Quinti-
lius Varus landstjóra i Sýrlandi), taka þá til fanga og eyða
nokkrum hluta musteris þeirra með eldi (kap. 1.—6.). Þá
er endir timanna í nánd. Spiltir menn og óguðlegir, sem þó
þykist vera rjettlátir, muni fá yfirráð yfir þjóðinni. Lifi þeir
aðeins til að þóknast sjálfum sjer; eti þeir upp eigur fátækl-
inga og láti sem góðar hvatir sjeu bakvið. Hendur þeirra
og hugur sje saurgað og þó biðji þeir aðra að snerta sig
ekki, svo að þeir saurgist ekki af þeim (kap. 7.). Muni ógæf-
an koma yfir þjóðina vegna synda hennar (kap. 8.). En þá
muni maður koma fram, er eigi 7 syni. Hvetur hann syni
sina til að fasta með sjer i 3 daga, ganga síðan í einhvern
helli á 4ða degi og láta heldur lifið en brjóta boð drottins,
guðs feðra þeirra (kap. 9.). Muni guðsriki þá birtast, djöf-
ullinn undir lok liða og alt andstreymi hverfa með honum.
Guð muni sjálfur taka í taumana og hegna heiðnu þjóðunum,
en gera ísraelsþjóðina hamingjusama. — Allar þessar opinber-
anir biður Móse Jósúa um að varðveita (kap. 10.). Jósúa
barmar sjer yiir burtför Móse og yfir því, hve óhæfur hann
sje til að verða eftirmaður hans (kap. 11.). En Móse áminnir
Jósúa um að líta ekki of smáum augum á eigin hæfileika
sina og örvænta ekki um framtíð þjóðarinnar, þvi þótt þjóð-
in vegna synda sinna samkvæmt ráðsályktun guðs verði að
þola miklar þrengingar, skuli hún þó aldrei upprætt verða
(kap. 12.). — Hjer endar handritið latneska, sem Ceriani
fann, í miðri setningu, og er ekkert sagt frá himnaför Móse.
En frá því hefir verið skýrt í niðurlagi ritsins, sem nú er
glatað, og þar hlýtur einnig að hafa verið sagt frá orðasenn-
unni milli Míkaels og djöfulsins um lík Móse.
Schúrer, Charles, o. íl. lærðustu menn í þessum fræðum,
telja hiklaust að rit þelta sje samið snemma á 1. öld e. Ivr.
b., ekki síðar en árið 30 e. Kr. Eykur það ekki lítið eftirtekt
manna á ritinu og skoðunum þeim, er það heldur fram, ef
það er samið um það leyti, sem frelsari vor er að alast upp,
eða jafnvel um það leyti, sem hann er að koma opinber-
lega fram.
Ritið ber þess vott, að höfundurinn er bæði trúaður mað-
ur og siðavandur. Hefir hann verið einn af hinum kyrlátu í
landinu og hatað alla hræsni og yfirdrepskap og einnig verið
mjög mótfallinn þeirri stefnu tímans, að selja traust sitt til