Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 155
147
sá jeg, hvernig geysistórt undirdjúp svelgdi jörðina og fjall
hrundi á fjall ofan og hver hæð sökk ofan á aðra; og há trje
rifnuðu upp frá rótum og þyrluðust niður og sukku í und-
irdjúpið«.
Enn á öðrum stöðum í sömu bók1) er talað um, að fjöll-
in muni bráðna sem úr vaxi væru. Er það hugmyndin um
eyðandi eldinn, sem þar kemur fram. Verður sú skoðun al-
menn, að alt muni í eldi farast og heimurinn brenna upp.
Er heimsbrunanum ljTst í Sibylluspánum með svofeldum
orðum:
»Og öll hin margvislega festing mun falla niður á heilaga
jörðina og sjóinn, og þá mun falla niður óstöðvandi foss
æðandi elds og brenna land og sjó. Og festing himinsins og
stjörnurnar og sköpunarverkið alt mun kastast saman 1
bráðna hrúgu og leysast alveg sundur. Þá munu lýsandi
hnettir himinsins ekki framar til vera, engin nótt, enginn
morgunn, engir ákveðnir dagar að gæta að, ekkert vor, ekk-
ert sumar, enginn vetur nje haust«.2)
3. Fyrirboðar heimsendis.
Vjer sjáum af opinberunarritunum, að menn á síðgyðing-
dómstímabilinu hafa álitið, að þeir hefðu nokkra vitneskju
um, hvenær heimurinn myndi farast, þar eð guð hefði
ákveðið heimsrásinni fastsett takmörk og opinberað það guð-
hræddum sjáendum. Daníel hefði verið þetta opinberað3) og
bygðu menn síðar á útreikningi hans um það, hversu langt
myndi til endalokanna. Enok hefði líka fengið opinberun um
heimsrásina, um að 6 þúsundir ára væru frá sköpun heims
til dómsdags, en eftir það kæmi þúsund ára sælutími (sbr. bls.
113). Esra hefði einnig hlotnast vitneskja um takmörk þáu, er
guð hefði sett rás tímanna. Segir svo um það í 4. Esrabók:
»4 33 þá svaraði jeg og sagði: Hve lengi (dregst þetta) og
hve nær koma þessir hlutir fram? Því að æfiár vor eru fá og ill.
34 Og hann svaraði mjer og sagði: Þjer liggur ekki meira á
en hinum hæsta. Því að þú flýtir þjer vegna sjálfs þín, en
hann vegna margra.
35 Spurðu ekki sálir hinna rjeltlátu í geymslustöðum sínum
sömu spurningar og þú?
1) T. d. 1, 7.; 52, 6. n.
2) 3. bók, v. 83. nn.
3) 9, 24, n.; 12, 11. n.