Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 95
87
og orðið þeim undirgefnir, sem í ótta eru vitrir og skiln-
ingsgóðir;
og undirbúið sálir yðar, svo að þjer skiljist ekki við þá.
6 Og ef þjer gerið þetta, munu fyrirheitin ná til yðar. . . .
84 6 Sjá, jeg segi yður því þetta eftir að þjer haflð liðið.
Ef þjer hlýðið þessu, sem yður hefir sagl verið, þá munuð
þjer fá hjá hinum máltuga alt, sem geymt var og ætlað
yður. 7 Látið enn fremur þetta brjef vera vitni milli min og
yðar, svo að þjer megið muna boð hins máttuga og að það
megi vera mjer vörn frammi fyrir þeim, sem sendi mig.
8 Og munið eftir lögmálinu og Zíon, og landinu helga og
bræðrum yðar, og sáttmála feðra yðar og gleymið ekki há-
tíðum og sabbatsdögum. 9 Og lálið sonum yðar eftir þetta
hrjef og erfikenningu lögmálsins, eins og feður yðar ljetu
yður þetta eftir. 10 Og biðjið óaflátanlega allar stundir, og
tilbiðjið hinn máttuga kostgæfilega, svo að hann geti kom-
ist i sátt við yður og tilreikni ekki fjölda synda yðar, heldur
minnist ráðvendni feðra yðar«.
En í 4. Esrabók eru einnig eftirtektarverð ummæli um
lögmálið. Þar stendur:
»9 29 Og jeg sagði: Ó drottinn! Þú opinberaðir þig sann-
arlega fyrir feðrum vorum á eyðimörkinni, þegar þeir fóru
út af Egiptalandi, og þegar þeir reikuðu um ótroðna og
ófrjósama eyðimörkina.
80 Og þú sagðir: 0, ísrael, heyr orð mín.
ó, Jakobs niðjar, hlýðið röddu minni!
81 Því að, sjá, jeg sái lögmáli mínu í yður, og það á að
bera ávexti í yður, og þjer eigið að verða dýrðlegir í því
að eilífu.
82 En feður vorir, sem lóku við lögmálinu, hlýddu því
ekki, og bjeldu ekki lagaboðin, en samt fórust ekki ávextir
lögmálsins, og ekki gat það heldur farist, því að það var
frá þjer. 88 En þeir, sem tóku á móti því, fórust, af því að
þeir geymdu ekki það, sem í þá var sáð. Si Nú er það al-
geng regla, að þegar sáð hefir verið í jörðina, skip sett á
flot, eða matur eða drykkur settur í ílát, og svo ber við að
útsæðið, eða það, sem sett er á flot, eða það, sem í ílátið
hefir verið látið, ferst, — ferst að vísu, en staðurinn er þó
eftir, þar sem það var sett. 85 En svo er eigi um oss. 86 Vjer,
sem höfum tekið við lögmálinu og syndgað, hljótum að
farast, og hjörtu vor líka, sem við því tóku. 87 En lögmálið
ferst ekki, heldur varir i dýrð sinni«.