Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 11
BÚNAÐARRIT.
vaDdlega hirt, fæst enn fremur: 65 ‘ffi köfnunarefni, 90 ®
kalí og vottur af fosfórsýru. Nú vantar þá, til þess að
ársáburðurinn undan kúnni borgi skuldina, 12 ® köfn-
unarefni, tæp 2 Í6 af fosfórsýru og 7 ÍS aí kalí. Nú fær
jarðvegurinn talsvert köfnunarefni úr loftinu, líklega sem
svarar 4—5 ® á dagsláttu hverja árlega, svo líklegt er
að þessi vöntun komi eigi svo mjög að sök, en til þess
að bæta upp það, sem á vantar af efnum öllum, þarí ekki
mikla drýgingu á áburðinum.
Yið þennan samanburð kernur það í Ijós, að úr
vel hirtum ársáburði undan 1 kú er með dálítilli drýg-
ingu hægt að fá nægan efnaforða í kýrfóður af töðu. En
með því að hirða ekkert um þvagið, fæst ekki nema
helmingurinn, og jafnvel ekki meira en þriðjungurinn.
Vel hirtan áburð má nú enn fremur drýgja — oft,
með því, sem í sjálfu sér er frjóefnaríkt — og það alt
að helmingi.
Tölur þær, er eg hér hefi tilfært, eru auðvitað ekki
að skoða sem alment gildandi, en þær eru þó Jíklega
nærri réttu, en þetta er talsvert breytilegt. Og þó ekki
sé nú gengið svo langt, að fylgja þeim alveg, þá er samt
óhætt að fullyrða það, að með þvi að hirða ekkert um
þvag né lög, en fleygja áburðinum í hrúgu fyrir utan
fjósdyrnar, helzt þar sem vel hallar frá, og lögurinn get-
ur runnið sem bezt burtu og helzt í bæjarlækinn, eins
viða var siður og enn sjást dæmi til, fæst ekki meira
en þriðjungur þess efnafoi ða áburðarins, sem fengist getur
ef þvag og lögur er hirt vandlega. Þar sem þannig er
ástatt, ætti með góðri hirðingu og drýgingu áburðar að
mega að minsta kosti 4—5 falda túnið — eða töðuflann.
Líklegt þykir mér, að sú verði reyndin á, að ef við
tækjum okkur fram almennt í þessu efni og gerðum það
alt, sem frekast væri unt, mundi vel mega 4—5 falda
túnin alls á landinu með sömu tölu fénaðar og nú er.
Þið sem reynt hafið að hirða vel áburðinn og gengið
þar á undan með góðu eftirdæmi, þið efist vona eg