Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 153
BÚNAÐARRIT.
149
Rermann Jónasson: Aldrei hefðu verið gefnar vonir
um hærra verð á dilkakjöti en kjöti af veturgömlu fé
og ungum sauðum. Dilkakjöt komist ekki í hærra verð
annarstaðar en þar sem hægt væri að selja það nýtt.—
Ritgerð Torfa Bjarnasonar í Búnaðarritinu um fráfærur
væri ein af hinum þörfustu ritgerðum, er birzt hefði i
seinni tíð. Hefði þó óskað, að nánar væri rakið, hvað
valda mundi hinum litla mun, sem víða væri á dilkum
og fráfærulömbum, og jafnvel væru fráfærulömbin stund-
um vænni en dilkarnir, þótt frá sama býli væri. Ein
ástæðan mundi vera sú, að ærnar rásuðu meira en
lömbin og veldu haga fyrir sig en ekki þau.
Júlíus Hálldórsson hafði altaf verið mótfallinn því,
að fráfærur iegðust niður, álitið það þjóðinni til stór-
skaða. Með ostagerð, ef tækist, væri fundinn nýr vegur
til að koma mjólkinni í verð. Mælti því eindregið með
að gera siíka tilraun. og benti á, að ef þetta heppnaðist,
þá ætti að taka upp selin aftur. Ein aðalástæðan til
þess, að fráfærurnar hefðu iagst niður, væri sú, að bænd-
ur hefðu með því fljótlega og kostnaðarlítið fengið verð
fyrir lömbin.
Jón umboðsmaður Jónsson frá Múla: Orsökin til
þess, að hætt var fráfærum, var ekki sú, að erfitt væri
að hafa full not af mjólkinni, heldur var ýmislegt annað
því valdandi: vinnufólksekla, oftrú á dilkakjöti sem út-
ílutningsvöru, ormaveiki í gemlingum o. s. frv. Og enn
fremur það, að ráðunautur Búnaðarfélagsins, Guðjón sál.
Guðmundsson, réð mönnum til þess að hætta að færa
frá. Nú er tími til að breyta um aftur. Farið að ræt-
ast úr með fóikshaldið, ormaveikin mun vera afrokin og
oftrú á dilkakjöti farin.
Hermann Jónasson: Sú stefna, að láta ganga með
dilk, heflr verið orðin almenn nokkru fyrir aldamót, út-