Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 26
22
BÚNAÐARRIT.
Þessi ástæða er ekki mikils virði, og eingöngu af
misskilningi sprottin. Hvers vegna þarf biðin að vera
löng? Flagið þarf að liggja lengi til þess, að grasrótin
fúni sem bezt, svo unt só að fá flagið vel herfað og
myidið, segja menn. En það má vel takast, að fá flagið
vel herfað og myidið á stuttum tíma, ef herfingin fer
fram á réttum iíma. Grasrótarherfing er kák eitt, sé
hún ekki framkvæmd á réttum tíma, og sá rétti tími
er, þegar hœgt er að lierfa á klaha.
Engin nauðsyn hygg eg sé á því sléttunnar vegna
á túnum alment, að láta grasrótina fúna—jafnvelfrem-
ur til tjóns. Sú kenning, að sáðsléttur heppnist ekki
nema því að eins, að grasrótin sé fullrotin áður en fræ-
inu er sáð, er útlendar eftirhermur, kenning, sem vér
höfum gleypt í hugsunarleysi og getum ekki melt, svo
að notum verði.
Eg skal geta þess, að eg leit svo á í fyrstu, að það
væri hagur, að láta tímann vinna að því, að mylda flagið,
spara vinnu við herfinguna; en reynslan hefir fært mér
heim sanninn um það, að tíminn er of seinvirkur og
lítilvirkur að þessu leyti. Betra er að vinna flögin með
góðum verhfœrum á réttum tíma en að bíða. En eg
skal taka það fram, að um mýrlendan jarðveg er nokk-
uð sérstöku máli að gegna.
Við sléttun á þurlendismóum ætti aldrei að þurfa
að líða meir en eitt sumar milli brotplægingar og sáningar.
Og á ræktuðu túni ætti oftast ekkert að vera þvi til
fyrirstöðu, að sá grasfræi á fyrsta vori eftir plægingu,
ef landið hefir verið haustplægt, og rétt að öllu farið,
og skal eg víkja að því síðar, og eins og þá skal sýnt
verða, er þessi langa bið, sem menn tala um, alls ekki
ægileg mótbára, þegar nánar er athugað.
# Fjórða ástæðan er kostnaðurinn. Ýmsir halda því
fram, að sáðsléttan verði jafnvel dýrari en þaksléttan. Þetta
erfjarstæða. Eg sé ekki, að það hafineinaþýðingu, aðfarahér
að gera reikningslegan samanburð á þessum aðferðum, en