Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 261
BÚNAÐARRIT.
257
nægilega myldið, og jörðin því alt of stórgerð til þess
að geta fallið vel að rótunum, en af því leiðir aftur, að
ræturnar ná ekki nægilegu vatni. Það hjálpaði og til,
að um sama leyti og plantað var út gengu miklir þurk-
ar, og ekki var hægt að ráða við að vökva nægilega. Að
þetta hafi verið orsökin sést meðal annars af þvi, að
þær plöntur, sem teknar voru úr sömu vermireitunum
og á sama tíma og plantað í myldna jörð, þrifust
mjög vel.
Þá var og sáð í tilraunastöðina nokkru af grasfræi,
en árangurinn af því er enn ekki kominn fyllilega í ijós.
Ennfremur var þar sáð nokkrum fleiri garðjurtum:
grænkáli, blómkáli, hreðkum o. fl., og spratt það von-
um fremur.
í nálægt dagsláttu var þó ekki sáð neinu, sem bæði
stafaði af því, að jarðvegurinn var illa fúinn, og jafnframt
þurfti að færa þær til í sumar og jafna yfirborðið. Þetta
svæði var jafnað og herfað í sumar, og flutt í það nokk-
uð af þangi og slori. Að lokum var það plægt í haust,
og allmikill hluti af landi þvi, sem sáð var í, var og
plægður á ný í haust.
í sumar var varið almikilli vinnu til þess að vinna
landið umhverfis húsið. Eins og getið var um hér að
framan var nokkuð af gömlum húsatóftum á því. Þær
voru jafnaðar í vor, og í þær sáð 6 tegundum af fóður-
rófum (túrnips). Spruttu þær yfirleitt vel. Sú tilraun
verður endurtekin að ári. Þá var og land þetta ræst,
rutt miklu af grjóti úr því og lokið við að girða það.
Meðfram veginum var sett girðing úr timbri, 2 álna
há, og hlaðið undir hana 1—2 feta hárri grjótstétt. Að
sunnan var girt með gaddavír.
Eftir því, sem séð varð í haust, mun allmikill hluti
af tilraunastöðinni kominn svo vel á veg, að hægt mun
að rækta þar garðjurtir, sá grasfræi, gróðursetja tré og
runna o. s. frv. Er það skilyrði til þess, að hægt sé að
byrja á tilraunum, sem komið geti að gagni og marka
17