Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 12
8
BÚNAÐARRIT.
alls ekki um það, að talsvert sé nú satt í þessu, sem
hér heflr sagt verið. En þið sem ekki haflð sann-
íærst af reynslunni um þetta, og lítið eða ekki hafið
gert í þessa átt, þið kallið þetta kanske öfgar, en eg skal
benda ykkur á, að aíla ykkur vissunnar af eigin reynslu.
1. Takið vikuáburð undan 1 kú, drýgið hann ekkert,
þerrið ekki upp þvagið, látið það fara sinna ferða. Eleygið
þessum áburði í hrúgu einhversstaðar úti, berið hann
svo á á sínum tima.
2. Tekið aftur vikuáburð undan sömu kú — með
sömu fóðrun — næstu viku, hirðið vandlega allan lög
og geymið áburðinn þannig, að ekkert tapist, berið
þennan áburð á jafnstóran blett, berið á báða á sama
tíma, og sláið á sama tíma og athugið mismuninn.
3. Haflð enn vel hirtan vikuáburð og berið hann
á þrefalt stærri blett en hinn illa ’nirta, og sjáið hvert
hiutfall verður í heyfallinu.
4. Drýgið velhirtan vikuáburð til helminga með
mómold, góðri mold, ösku, bæjarsorpi, skolpi o. fl., sem
til fellur, berið þennan áburð á helmingi stærri blett en
velhirtan ódrýgðan, og sjáið hvernig fer. Gerið allar til-
raunir á samskonar landi.
Þetta eru að vísu ekki neinar fullkomnar tilraunir,
eftir ströngum t.ilraunareglum, en þær eru hins vegar
svo einfaldar, að engum er ofvaxið að gera þær. Og
nægja mundu þær til þess, að færa þeim er reynir heim
sanninn um það, er hér heflr sagt verið. En það, að
sannfærast af eigin reynslu, er miklu notasælla en alt
skrif og skraf, og það eina sem dugar til frambúðar.
Kenningar annara gleymast, en eigin reynsla gleymist
aldrei.
Hér hefir nú lauslega verið minst á viðskiftin við
túnið, og áburðinn að því er eínagildið snertir. Af
þessu sést, að það er afar-áríðandi, að hirða og geyma
áburðinn sem bezt.
Um geymslu áburðar ætla eg ekki að fjölyrða, en