Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 337
BÚNAÐARRIT.
317
Beri maður efnagreiningu melkornsins saman við
ofantaldar efnagreiningar, sést fljótt, að meikornið heíir
hlutfallslega mjög mikil köfnunarefnissambönd, stendur
að jiví leyti að eins að baki baunum. Par sem nú
köfnunarefnissamböndin eru dýrmætustu næringarefnin,
er óhætt að fullyrða, að melkornið er ekki næringar-
ininna en hveiti, rúgur, hafrar eða bygg, heldur þvert á
móti.
Mjólkurrannsóbnir.
Seinni part vetrar og í vor var rannsökuð hér á Rann-
sóknastofunni mjólk úr liðlega 300 kúm. Var það gert
til þess að komast að því, hvo hátt mætti setja lágmark
fitu i nýmjólk, som seld er hér í bænum. Kýrnar voru
allar úr bænum og nágrenni hans. Sýnishornin voru t.ekin
af heiibrigðisfulltrúa Reykjavíkur. Var hann jafnan við-
staddur meðan mjólkað var og tók sýnishornin jafnóðum.
Af því nokkur munur er oft á kvöldmjóik og morgun-
mjólk, var langoftast farið þannig að, að helmingurinn
af sýnishorninu var tekinn að kvöldi og hinn helming-
urinn að morgni.
Yfiriit yfir fitumagn mjólkurinnar sést af eftirfar-
andi töflu:
2.0 —2.5 °/0 af fitu höfðu 2,4
2.5—3,0 — — 10,9
3,0—3,5 — — 27,5
3,5—4,0 — — 33,0
4,0—4,5 — — 18,5
4.5—5,0 — - — — 6,1
5,0—5,5 — 1,3
5,5—6,0 — 0,3
Reikni maður út meðaltalið af fitumagninu, verður
það 3,65%.
Þegar kýrnar fóru að fara út, virtist fitumagn mjóik-
urinnar aukast talsvert. Eg set því hér á eftir yfirlit.
yfir fitumagn mjólkurinnar skift í tvo flokka. Flokkur