Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 36
32
BÚNAÐAKRIT.
annað en vilja bændastéttarinnar, sem að mínu áliti
hefir alt til þessa komið alt of lítið í Ijós.
En fleira er það, sem oss vantar og það tilflnnan-
lega, og alt er það þannig vaxið, að við getum veitt
okkur það sjálfir, ef við að eins viljum. Hvað er það
nú heizt? Það er: Meiri þekking, meiri verkleg kunn-
átta, meiri einbeittur áliugi, meira af sönnum félags-
anda, og síðast en ekki sizt meiri ættjarðarást.
Eg skal nú minnast nokkru nánar á þetta.
Meiri þelcking sagði eg. Það tel eg fyrst því hitt
gengur flest í hennar spor. Með þekkingu, en án hennar
ekki, ætti það að verða mögulegt, að fullnægja og fylgja
þessum 3 gullvægu reglum, er með róttu hafa verið taldar
aðal-lögmál jarðræktar og búskapar, en þær eru þessar:
1. að öll störf séu unnin á réttum tíma,
2. að öil störf séu unnin á réttan hátt,
3. að öll störf séu unnin eftir ítarlegri umhugsun,
og eftir nákvæmri reikningslegri athugun.
Þekkingu þarf til þess að afla sér þeirrar reynslu,
er orðið geti grundvöllur til að byggja á framvegis.
Þekkihgin gerir störfin léttari og ódýrari, stritið
minna, arðinn vissari.
Bændur þurfa að afla sér sem mestrar þekkingar í
öllu því, er að atvinnu þeirra lýtur, kynnast sem bezt
reynslu annara, læra meira hver af öðrum. Eitt af því,
er styður að því að þeir geti þetta, eru rit þau, er út
eru gefin um búnaðarmálefni. Hjá grönnum okkar og
frændum á Norðurlöndum, eins og víðast í öllum siðuð-
um löndum, er gefinn út mesti fjöldi blaða og tímarita
um búnaðarmál, og koma þau eitt eða fleiri á flest eða
öll bændaheimili. Hér eru gefin út 2, Búnaðarritið og
Ereyr, og vil eg ekki segja að þau séu of fá, en hitt er
víst, að alt of fáir kaupa og lesa. Af hverju stafar þetta?
Álíta menn enn þá, að hver geti baukað í sínu horni
án stuðnings af annara reynslu og þekkingu?
Ekki er það kostnaðurinn, sem stendur í vegi. Bún-