Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 42
38
BÚNAÐARRIT.
og leggja fram þann vinnuafla, sem þeir geta, og allir
eiga aftur heimting á samskonar aðstoð, eftir því sem
þeir þurfa og við verður komið. Samvinnunni einkum
beitt að stærri jarðabótaframkvæmdum.
Þessi samvinna þótti mér vænleg og falleg, og mér
fanst hún bygð á sönnum félagsanda, og þess er eg full-
viss, að með þessu móti er mikið framkvæmt, sem annars
hefði aldrei verið byrjað á.
Þegar eg var að vinna þarua, datt mér í hug: Marg-
an túngarðinn og flóðgarðinn mætti hlaða, margan skurð-
inn mætti grafa og mörgu nytsömu verki mætti yfir
höfuð fram koma heima á Fróni, ef við færum svona að,
og ekki er eg í efa um það, að með samtökum á líkan
hátt mætti hér mikið vinna. Enda þótt það verði nú
ekki í fljótu bragði, að það geti borist inn í meðvitund
ekkar, að slík samtök þyrftum við að hafa, sem eg vona
nú samt að verði, þá veit eg, að enginn mótmælir því,
að samtök og félagsskapur er sá þátturinn, sem mest
reynir á hjá okkur, ef við viljum eitthvað áfram komast;
verði sá þátturinn traustur og sterkur, getum við unnið
stórvirki, en slitni hann, hve lítið sem á reynir, er ekki
sigurs að vænta.
Þar sem sannur félagsandi ríkir, þar eru hagsmunir
einstaklingsins hagsmunir heildarinnai'. í því efni eigum
við enn mikið ólært.
Meiri œttjarðarást var síðasta atriðið, sem eg nefndi,
af því sem okkur vantar. Ykkur finst nú ef til vill
skrítið, að fara að minnast á hana í sambandi við það,
sem hér var aðalumtalsefnið. Ekki set eg það fyrir mig,
og það verð eg að segja, að frá mínu sjónarmiði er ætt-
jarðarástín eitt af hinum allra helztu skilyrðum fyrir
vaxandi framförum í ræktun landsins. Að vísu veit eg
það og viðurkenni rétt vera, að þegar um ræktun lands-
ins er að ræða, þá lítum við fyrst á þá praktísku hlið,
íhugum rækilega hver arðsvonin er. En þetta getur mjög
vel farið saman. Það ætti að glæða ást okkar á land-