Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 54
50
BÚNAÐARRIT.
Ef menn svo vita, hvað skepnan eyðir miklu fóðri, má
ávalt reikna út eftir þessu, hvað áburðurinn undan
henni nemur miklu.
Enn þá auðveldara, en ekki eins nákvæmt, er það,
að reikna áburðinn, það er taðið, eins og sumir gera,
2 kg. fyrir hvert kílóg. af heyi, sem gefið er kúm og
hestum, en lx/2 kg. af því heyi, er sauðfé er gefið.
Hvor aðferðin sem notuð er við útreikninginn á
áburðarmagninu, þá lætur mjög nærri, eins og áður er
getið, að hæfilegt sé að telja áburðinn undan hverjum
fullorðnum nautgrip 10000 kg.
Áburðinn undan sauðfénu er erfiðara að ákveða.
Fóðrun þess og fóður er svo mismunandi bæði að vöxt-
um og gæðum. Sumstaðar eru kindinni gefniryfir vetur-
inn 2—3 hestar af vænu bandi. Annarstaðar fær hún
ekki nema ’/a—1 hest af heyi o. s. frv. — J>ar sem
gjafatíminn er lengstur og mest gefið, má gera ráð fyrir,
að áburðurinn undan kindinni verði 300—400 kg. yftr
veturinn. En þar sem útbeit er góð, og féð lifir mikið
á útigangi, hlýtur hann að verða mikið minni, jafnvel
ekki nema 50—100 kg. undan kindinni.
Nú er þess að gæta, að fénu er alment beitt minna
en áður var, og sauðunum fækkar óðum. Það er yfir
höfuð farið betur með það, og allar skepnur, en áður
.gerðíst, og gefið meira. Ætla má, að fóður fyrir sauð~
kind hverja nemi að meðaltali að minsta kosti 125 kg.
eða þremur böggum yfir veturinn. Með tilliti til þess
tel eg þá hæfilegt, að reikna vetrartaðið undan kindinni
200 kg.
Hvað áburðinn undan hest.unum áhrærir, þá er eigi
síður erfitt að gera sennilega áætlun um hversu
mikill hann er. — í norskum búfræðisritgerðum hef
eg séð taðið undan hestinum talið 3000—4000 kg.
Mér þykir sennilegt, að gera það hér hjá oss að meðal-
tali yflr veturinn 2000 kg.
Hvers virði er nú áburðurinn undan búpeningi vorum?