Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 104
100
BÚNAÐARRIT.
lokið enn. Spurningar hafa verið sendar þeim mönnum
til sveita, sem hafa á síðustu árum komið sér upp íbúð-
arhúsum úr steini eða steinsteypu, hvernig þau sé gerð
og hvernig þau hafi reynst, ef vera skyldi, að fá mætti
út af svörunum einhverjar þarflegar bendingar handa
þeim, sem slík hús ætla að gera. Ekki eru enn komin
svör frá nærri öllum.
Af fé því, sem ætlað var til búfjárræktar, var varið
til nautgripakynbóta kr. 2123,95, til sauðfjárkynbóta kr.
1750,45, til hrossakynbóta kr. 623,33, til búfjársýninga
kr. 1822,71, til kenslu eftirlitsmanna kr. 548,00, til
kenslu við námsskeiðið í Þjórsártúni í meðferð búfjár-
sjúkdóma o. fl. kr. 281,40 og til umsjónar með bólu-
setningu sauðfjár við bráðapest 100 kr. Afgangur af
þessum lið varð kr. 450,16, enda er dálítið enn ógreitt
viðkomandi árinu 1909. Nánari skýringar um þennan
lið eru í skýrslu Sigurðar búfræðings Sigurðssonar í
Búnaðarritinu.
Út af fjárveitingunni til umsjónar með bólusetningu
sauðfjár skal þess getið, að tilraunum þeim, sem gerð-
ar hafa verið undanfarin ár í því efni, er nú svo langt
komið, að talið er að nú sé fundið sæmilega fullnægj-
andi bóluefni, og mun mega búast við, að það fáist nú
1 haust til kaups, svo mikið sem menn þurfa, og að
það verði selt með svo vægu verði, að það íæli menn
ekki frá að nota það.
Til utanfararstyrks (gjaldl. 8.) var varið kr. 457,40
fram yfir áætlun, af ástæðum, sem teknar voru fram í
skýrslu félagsstjórnarinnar til búnaðarþingsins í fyrra.
Beir sem styrk fengu voru: Ingimundur Guðmundsson,
sem fékk til framhaldsnáms í búfjárrækt 300 kr. og til
ferðar til Noregs 200 kr., og Ólafur Sigurðsson frá Kald-
aðarnesi og Páll Zóphóníasson frá Yiðvík síðari hluta
námsstyrks við landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn,
200 kr. hvor, Kristján Eldjárn Kristjánsson frá Hámund-
arstöðum til náms við búnaðarháskólann í Ási í Noregi