Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 57
BÚNAÐARRIT.
53
meðan vér höfum nægilegt af áburði í landinu sjálfu, ef
vér að eins hirðum hann vel og noturn.
Torfi í Ólafsdal reiknar (Andvari 10. ár, 1884) á-
burðinn undan kúnni 50 kr., vetrartaðið undan kindinni
kr. 0,80—1,60 og áburðinn undan hestinum 5 kr.
Þegar þessi áætlun Torfa er borin saman við tölur
þær hér á undan, er snerta verðmæti áburðarins undan
hverri einstakri skepnu, þá sést það, að verð áburðarins
undan kúnni er hið sama. Á sauðataðinu munar það
nokkru, ef miðað er við meðaltalið af því, er Torfi
reiknar það. En meiru eða mestu munar það, er til
hrossanna kemur, en þar hygg eg að hans áætlun sé
of iág.
Eftir því sem til hagar hér og þegar á alt er litið, þykir
mór sönnu næst, að hæfilegt muni vera, að teija vetrar-
taðið undan kindinni kr. 1,50 og áburðinn undan hest-
inum að vetrinum 10 kr.
Enn er ótalinn sá áburður, er fæst eða fengist gæti
með því, að hýsa ærnar að sumrinu, þar sem fært er
frá, eða bæla þær í nátthögum. — Gerum ráð fyrir, að
fært sé frá um 150 þúsund ám, og að sumar-áburðurinn
undan hverri þeirra sé til jafnaðar 70 aura virði, þá
nemur sá áburður, er fæst með þessu móti, nálægt
100 þús. kr.
Væru öll brúkunarhross tröðuð einhvern hluta næt-
urinnar yfir sumarið, þá fengist þar all-mikill áburðar-
auki.
Loks er ótalinn allur mannasaur, sem er bezti á-
burður. — Ef talið er, að hér á landi séu um 50,000
manns fullorðnir, og saurinn frá hverjum mannimetinn
á 10 kr., þá nemur verð hans samtals 1/i miljón kr.
Að öllu athuguðu mun þ'ví óhætt. mega, samkvæmt
þvi sem áður er sagt um þetta efni, verðleggja áburðar-
magnið i landinu á alt að 3 miljönir króna.