Búnaðarrit - 01.01.1911, Side 62
58
BÚNAÐARRIT.
það, hvernig áburðurinn getur ónýzt á þann hátt, [að
efni hans gufa í burtu (ammóníakið) eða leysast upp og
fara á braut á annan veg, eins og t. d. saltpéturssýran.
En það er ekki nóg með það. Auk þess fer mikið til
ónýtis fyrir vanrækslu í þvi, að hirða áburðinn sjálfan
og nota hann.
Hér er einkum átt við það, hvað t. d. aliur áburð-
arlögur er illa hirtur og notaður. Megnið af þvagi
nautgripanna fer meira eða minna til ónýtis. Það er
ekki, eða heflr ekki fram að þessu verið, gert neitt veru-
iegt til þess, að handsama það eða nota. Og þó er
þvagið lang-verðmætasti hluti áburðarins, bæði að því
er snertir efnasamsetning þess og verkun. Það er rjóm-
inn úr áburðinum, en jafngildi undanrennunnar að verð-
mæti, eftir því sem fróðum mönnum telst til.
Einnig fer mikið af öðrum áburði forgörðum, bæði
til sjós og sveita, sökum þekkingarskorts og vanhirðu.
Þár til má nefna þann áburðarauka, er fengist gætí með
því, að hýsa ær að sumrinu, sem fært er frá, og traða
hross að nóttunni.
Sumir láta að vísu ærnar liggja í fjárbælum eða
nátthögum yflr nóttina, og er það stór bót í máli. En
mest og bezt not verða þó að áburðaraukningunni, bæði
að því er snertir vöxt hans og gæði, mieð því að hýsa
ærnar og láta taðið safnast fyrir í húsunum.
Við sjávarsíðuna fellur árlega til mikill áburður f
flskislori, þara og þangi, sem víða mjög fer alfarið til
spillis og kemur að engum notum. Með því að hirða
alt þesskonar fengist geysi-mikill áburður. Yerður ef til
vill siðar vikið að þessu nánar.
Ennfremur má nefna það — og það er ekki minst
um vert — að miklu er eytt af áburði hér á landi —
í eldinn. Það er einhver sú hörmulegasta vanhirðing
og eyðsla á ábutði, er hugsast getur.
Vitanlega eru menn sumstaðar, þar sem ekkert mó-
tak er, og aðflutningur á kolum erfiður, neyddir til þess