Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 124
120
BTJNAÐARRIT.
illi viðgerð við húsið þá þegar, þótti stjórnarnefndinni
rétt að gera um leið þessa stækkun hússins og laga
herbergjaskipunina, þótt það yki kostnaðinn nokkuð,
þegar þess þó væri jafnframt gætt, að ársútgjöld félags-
ins yrði eigi svo mikil, að tekjuafgangurinn yrði minni
en félagslögin leyfa. Yarð þetta að ráði gert í því
trausti, að búnaðarþingið mundi fallast á þessa ráðstöf-
un. Kostnaðurinn við aðgerð hússins og stækkun þess
varð kr. 2874,82.
Til slátrunarkensiu var varið 690 kr.; afgangur 110
kr. Nemendur voru 6. Fleiri höfðu ekki sótt, enda
taldi forstjóri Sláturfélagsins ekki hentugt að hafa fleiri
í einu.
Til stuttra búnaðarnámsskeiða (gjaldl. 11.) hefir
verið varið kr. 1707,30, þar af til námsskeiða fyrir kon-
ur í hússtjórn og matreiðslu kr. 801,42 og námsskeiða
fyrir karimenn kr. 905,88. í vetur sem leið var hús-
stjórnarkensla í Múlasýslum og syðra austanfjalls í nál.
6 mánuði á hvorum stað. í vetur er sú kensla í Borg-
arfjarðar, Mýra og Dala sýslum, og ráðgert að hún verði
einnig í ísafjarðarsýslum síðari hluta vetrarins. Heitið
var 250 kr. til slíkrar kenslu austanlands fyrri hluta
þessa vetrar, og búumst vér við, að hún hafi fram farið,
en skýrslu um það höfum vér ekki fengið enn, og því
er það kenslukaup enn ógoldið. Af fénu, sem ætlað var
til námsskeiða karlmanna, fékk Búnaðarsamband Yest-
fjarða til 2 námsskeiða þar 400 kr., eftir ákvæðum bún-
aðarþings. En búnaðarnámsskeið á Eiðum fórst fyrir
að mestu vegna sjúkdóms skólastjóra, og var þeim 200
kr., sem búnaðarþingið ætlaði því, varið til annara
námsskeiða. Hélt búnaðarfélagið námsskeið við Þjórs-
árbrú, í Vík í Mýrdal og í Keflavík og styrkti náms-
skeið í Húnavatnssýslu. Afgangur af þessum lið er kr.
292,70. En ógreiddar eru 30 kr. fyrir húsnæði náms-
skeiðsins í Keflavík, af því að reikningurinn kom of
seint, auk þeirra 250 króna, sem áður er um getið.