Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 229
BÚNAÐARRIT.
225
Þessi raki kemur ekki fram í þeim herbeigjum, sem
ekkert eru notuð; þar kemur sem sé engin vatnsgufa í
loftið, og því getur engum raka slegið út á veggina,
þótt þeir kólni.
Þá virðast svörin og benda ótvíræðilega á það, að
þau húsin eru hlýrri, þar sem bilið milli þils og steypu-
veggjar er fylt með stoppi, heldur en þar sem bilið er
látið ófylt. Þetta er líka mjög eðlilegt. Og þá er það
sjálfsagt, að því þykkra sem stoppið er, því meira gagn
gerir það. En þegar stoppað er, verða menn að vera
vissir um, að veggirnir séu svo vatnsheldir, að bleyta
utan frá nái ekki að ganga inn úr þeim í stoppið, því
að þá má búast við, að það mygli og fúni. Þess vegna
ættu menn ekki að hlífast við þeim litla kostnaði, að
asfalta veggina innan eða smyrja þá utan.
Öll húsin eru þiljuð innan, nema tvö þau fyrst
töldu; veggir þeirra eru húðaðir innan með kalkstein-
lími eða sements-steinlími, eins og tíðast er um hús í
Danmörku og suðlægari löndum. Upplýsingarnar um
þau tvö hús virðast benda á það, að svoleiðis veggir eru
ekki nógu skjólgóðir fyrir venjuleg íbúðarhús (bóndabæi)
til sveita, þar sem ekki er gnótt eldsneytis. Að svo
stöddu er því ekki annars kostur fyrir þá, sem steypa
veggi sína einfalda, en að þilja útveggina innan og
stoppa milli þils og veggjar. Eins og svörin bera með
sér, hafa menn notað ýms efni til að stoppa með, en
ekki verður af þeim séð, hver efnin hafl reynst bezt.
Um það er þó enginn efi, að bezta efnið, sem hér er
kostur á alment, er þur mómylsna, eða þur mór, mal-
aður í taðkvörn eða á annan hátt. Mómylsnan feyir
síður frá sér en alt annað stopp, sem hér er kostur á.
Næst henni hygg eg að gangi þurt torf. Hey er lélegt
til þessara nota.
Þó útlit sé fyrir, að þetta byggingarlag, einfaldir
steypuveggir, asfaltaðir innan eða gerðir vatnsheldir utan,
með þiljum innan við og stoppi milli þils og veggjar,
15