Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 127
BÚNAÐARRIT.
123
undir nokkrar búskýrslur. Þær skýrslur eru sendar
skrifstofu, þar sem gerðir eru reikningar þeir, sem bygðir
verða á skýrslunum, og þeir svo sendir bændunum, sem
skýrslurnar gáfu, ásamt bendingum um búskapinn, sem
reikningarnir kunna að gefa tilefni tiJ. Reikningunum og
skýrslunum er haldið leyndum fyrir öðrum en viðkomanda.
Vér ætlum nú að ráð sé að bíða eitt ár eða tvö,
og sjá hverju fram vindur hjá Norðmönnum í þessu efni.
í ýmsu hagar líkt til þar í landi og hér, og ef þessi aðferð
reyndist vel þar, kynni að vera fundin leiðin til að kom-
ast nokkuð áleiðis í þessu vandamáli.
Með auglýsingu um verðlaun fyrir beztu teikningar
af penings og áburðarhúsum hafa fengist 12 teikningar.
Þær eru nú hjá dómnefnd (Birni lireppstj. Bjarnarsyni í
Grafarholti, Jóni verkfræðing Þorlákssyni og Sigurði bú-
fræðing Sigurðssyni), og er búist við, að niðurstaða
hennar verði kunn fyrir búnaðarþing.
Út af ályktun búnaðarþings um fjármarkamálið rit-
uðum vér stjórnarráðinu 20. jan. 1910 á þessa leið:
„Á búnaðarþingi í vetur sem leið var vakið máls
á þvi, að þörf væri á lagasetningu um upptöku fjármarka.
Málið var falið nefnd til athugunar og lagði hún fram
álit sitt, sem prentað er á 24.-29. bls. í gerðum bún-
aðarþingsins, sem fylgja bréfi þessu. Nefndin taldi þörf
á lagasetningu um fjármörk, en áleit að þau lög ættu
að fara lengra en það, að setja reglur um upptöku fjár-
marka, þau ættu að taka upp nýja frumreglu um fjár-
mörk, þá, að sýslumörk og hreppa sé á hægra eyra —
sýslumarkið yfirmark, hreppsmarkið undirben — en mörk
einstakra fjáreigenda só á vinstra eyra. Búnaðarþingið
fólst á það, að þörf væri á lagasetningu um fjármörk,
án þess að taka það fram, hvora þessara leiða það teldi
i'éttara að fara og samþykti svo látandi tillögu:
„Búnaðarþingið telur þörf á lagasetning um fjár-
mörk og óskar, að stjórnarráðið beri undir sýslunefnd-
ir tillögu um það mál, og fái málið góðar undirtektir,