Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 358
338
BÚNAÐARRIT.
í aítasta dálkinn ritast söluverð smjörsins á Eng-
landi. Það finst með þvi, að margfalda þunga smjörs-
ins í kg. með verði hvers kg. Briitto-verð útborgast
aldrei. Frá brúttoverði hverrar sendingar dregur reikn-
ingshaldari ætíð nokkuð, og mun rétt að hafa það 40
aura af verði hvers kilógramms. Af þessu, sem þannig
fæst, borgast öll sameiginleg útgjöld, flutningur smjörs-
ins, fólkshald, rentur og afborgun, salt, sýra, ófyrir-
sjáanlegur skaði o. s. frv. Eftir því sem okkur er kunn-
ugt um kostnað rjómabúanna nú, þá mun hann aldrei
fara fram úr þessu, og það eru víst ekki nema sárfá
dæmi til þess, að hann hafi orðið svona hár. Vanalega
er hann miklu lægri. Við áramót, þegar búið er að
borga öll útgjöid búsins, á auðvitað að skifta afganginum
milli hluthafa í hlutfalli við smjörþunga. Það er dregið
jafnt af öllu smjörinu, 40 aurar af verði hvers kílógramms,
og þá á líka að skifta því jafnt niður á öll smjörkíló-
grömmin, án tillits til þess, hvernig þau hafa selst. í
yfirlitinu á þessu formi koma mikið til sömu tölur og á
formi 2. Kg. rjóma verða eins. Á formi 3 er lagt
saman þvers um yfir blaðsíðuna, það sem hefir farið í
hverja sendingu, á formi 2 niður blaðsíðuna, það sem
komið hefir til búsins vikulega.
Meðalfeiti þarf að reikna út til fróðleiks. Hún finst
með því, að deila summu rjómakílógramma hvers hlut-
hafa í summuna af hans feitikílógrömmum X 100'.
Smjörfeiti hvers einstaks í öllum sendingunum er líka
lögð saman og rituð i yfirlitið. Smjörið finst á sama
hátt og á að bera saman við samanlagt smjör þess hlut-
hafa á formi 2.
í verðdálkana ritast brúttóverð í þannfremri, eða saman-
lagt söluverðið á öllum sendingunum. í hinn aftari rit-
ast nettóverð, það er það, sem nú í reikningslok á að'
borga út. Áður en það finst, þarf þó að finna hve mik-
ill kostnaður kemur á hvert kílógramm af smjöi i. Þegar
hann er fundinn, margfaldast fjöldi smjörkílógrammanna