Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 74
70
BÚNAÐARRIT.
Sumir óttast, að áburðurinn 'gaddi í þessum [hús-
um, en það er eigi mikil hætta á að hann geri það,
nema ef vera kynni í aftaka-hörkum. Það er heldur
enginn skaði skeður, þó hann frjósi nokkuð. Það tefur
að sönnu fyrir gerð hans eða efnabreytingu, en á það
legg eg enga áheizlu; én efni áburðarins rýrna ekki við
það. Aðal-atriðið er, að gaddurinn ekki hindri vinnuna,
þegar áburðinum er ekið á túr.ið; en það eru sjaldnast
mikil brögð að því.
Yfirleitt má fullyrða, að áburðurinn verkist vel og
haldi sér í góðum áburðarhúsum. — Komið getur það
samt fyrir í hita- og þurka-sumrum, einkum norðan-
lands, að hann verði of þur. Er þá eigi um annað að
gera, en að ausa yfir hann áburðarlegi — eða vatni, ef
eigi er öðru til að dreifa. Sé það gert endrum og sinn-
um, helzt áburðurinn hæfilega mjúkur. Það er því
nauðsynlegt, að hafa við og við gætur á áburðinum í
áburðarhúsinu og vökva hann, ef þess gerist þörf.
Við hvert fjós eða áburðarhús þarf að vera for eða
safnþró. Bezt, mundi ef til vill að búa hana ti) í
öðrum enda áburðarhússins eða þá mjög nálægt því,
svo að mykjuJögurinn geti sigið í forina. Þyrfti að vera
renna úr fjósinu í áburðarhúsið og úr því í forina, ef
hún er fyrir utan það. Með því móti er auðið, að hand-
sama alt þvagið og mykjulöginn.
Gott. væri einnig, ef því yrði komið við, að veita í
forina öllu bæjarskólpi, sem einhver áburður er í, svo
sem sápuvatni, þvottaskólpi af matarílátum o. s. frv.
En sé þess eigi kostur kostnaðarins vegna eða af öðr-
um ástæðum, væri æskilegt, að búa til aðra for fyrir
bæjarskóipið og mannasaurinn.
Forirnar þurfa að vera lagheldar. Bezt að búa þær
til úr steinsteypu. Stærðina á þeim verður að miða
annarsvegar við kúpeningsfjöldann á hverjum bæ, og
hvað margt fólk er í heimili, og hins vegar við það,
hvað oft á að flytja úr hepni.