Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 353
BÚNAÐARRIT.
333
og eiga að lesast á töflu. Um þessa 0,4, sem við
ráðgerum að nota sem frádrag, er það að segja, að þeir
eru áætlaðir fyrir þeirri feiti, sem eftir er í áfunum og
ekki er gert úr smjör. Hér er líka um nýmæli að
ræða, og skal það því skýrt nánar. Þó verður fyrst að
taka það fram, að þessi kg. feiti, sem ritast í þennan
dálk, verða hér lögð til grundvallar við útreikning smjörs-
ins. Það má líka beint af henni finna, hvað hverjum
beri mikill hluti af smjörverðinu. Finst I)á fyrst, hvað
hvert kilógramm af smjörfeiti hefir selst fyrir, með því
að deila kílógrammatölu smjörfeiti, sem farið hefir í
hverja sendingu, í verð hennar. Með því að margfalda
síðan saman verð hvers kg. af srnjörfeiti við kg.fjölda
hvers hluthafa, fæst hvað honum ber. En margir munu
helzt vilja sjá, hve mikið smjör þeir hafa átt, og þess
vegna reiknast hér út smjörið.
En snúum aftur að frádraginu. Við skulum hugsa
okkur dæmi: Tökum tvo menn, A. og B., látum baða
vera í satna rjórnabúi. A. sendir til þess 20 kg. rjóma
með 20°/o feiti, eða alls —4.00 kg.smjöifeiti. í mjólk
B. eru líka 4 kg. sinjöifeiti, en hann sendir til búsins
1000 kg. rjóma (undanrennu) með 0,4°/o feiti. Rjóma
beggja er blandað saman, hann er strokkaður og úr hon-
um fást 1016 kg. af afum og 4 kg. af smjöri. í áfun-
um eru 0.4°/o feiti og B. fær heim til sín aftur
998X0,4 = 3 992 kg. af feiti. Það má því segja, að B.
fai alla sina mjólk heirrr aftur. Þar sem feitieininga-
reikningurinn er notaður -— og sama er raunar hka um
mismunarreikninginn — er nú þannig, að A. og B. eiga
að fá jafnt, af því að báðir hafa sent jafnmikla feiti til
búsins. Þet.ta dæmi er auðvitað hugsað, en er þó jafn-
.gott til að útskýra þetta. En við skulum taka ánnað
dæmi, sem þráfalt kemur fyrir Látum A. hafa kua-
mjólk, en B. sauðamjólk. Þá er algengt, áð það sé
helrnings munur á feitiprósöntunum, og þess eru allrnörg