Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 122
118
BÚNAÐARRIT.
kensla kr. 640,00 (þ. e. námsstyrkur og ferðastyrkur
nemenda 590 kr. og þóknun fyrir kensluna 50 kr.), sýni-
stöðvar kr. 501,34, samtals kr. 3170,42. Af fénu til
sýnistöðva eru kr. 283,24 upp í stofnunarstyrk til sýni-
stöðvar á Efra Hvoli í Rangárvallasýslu, og er það fé
veitt af tekjuafgangi ársins 1908 samkvæmt heimild frá
búnaðarþingi 1909. Af 700 kr. aukafjárveitingu búnað-
arþingsins 1909 til gróðrarstöðvarinnar sjálfrar af tekju-
afgangi ársins 1908 voru kr. 485,28 notaðar 1909 og
þá óeytt kr. 214,72. Sé þessar 2 fjárhæðir, kr. 283,24
og 214,72 = kr. 497,96, frá dregnar, verður þó um-
framgreiðsla í þessum lið kr. 72,46 af fé ársins 1910.
Var það ár alveg óvanaleg aðsókn að garðyrkjukenslunni
og gekk því meira fé til námsstyrks og ferðastyrks en
ráð hafði verið fyrir gert.
Til efnarannsókna (gjaldl. 6. g.) heflr verið varið
220 kr., þar af 100 kr. upp í styrk til Ásgeirs efna-
fræðings Torfasonar til ranusóknar og tilrauna við stein-
steypu, sbr. ársfundarskýrslu 1910. Tilraunum þeim er
ekki enn lokið. Hitt, sem rannsakað heflr verið, er
sacura-mjöl og „melasse“ (fóðurbætir), súrhey (4 sýnis-
horn), melur (kornið og axið með korninu í) og sauða-
tað, áburðargildi þess og hitagildi. Afgangur af þessum
lið 260 kr.
Til búfjárræktar (gjaldi. 7.) hefir verið varið: til
sauðfjárræktar kr. 1801,52, nautgriparæktar kr. 2869,95,
hrossaræktar kr. 600,00, búfjársýninga kr. 1450,92 og
til eftirlitsmannanámsskeiðs kr. 379,48. Um þessi at-
riði vísum vér til ársskýrslu Sigurðar búfræðings Sig-
urðssonar i Búnaðarritinu. Heitið hefir verið styrk til
nýs sauðfjárkynbótabús, er Jón H. Þorbergsson fjárrækt-
armaður ætlar að stofna á Hjaltastað í Norður-MúlasýslU'.
í þessum lið er ennfremur talinn 50 kr. styrkur til
skýlisgerðar yflr kornforða til skepnufóðurs (í Mývatns-
sveit), er veittur var af tekjuafgangi ársins 1908 eftir
heimild frá búnaðarþingi 1909. Alls eru í þessum gjaldl.