Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 13
BÚNAÐARRIT.
9
eg vil að eins benda mönnum á að kynna sór rækiiega
þær ritgerðir, er finna má um það efni í Búnaðarritinu
víða og í Andvara 10. ári. í ritgerðum þessum er ít-
arlegar og góðar bendingar að finna, og ættu menn að
færa sór þær í nyt.
Að eins 1 atriði ætla eg hér að minnast á, nfl. opin
haugstæði. Á seinni árum hefir þeirri kenningu verið
haidið mjög að mönnum, að byggja sér áburðarhús, og
það er í sjálfu sér æskilegast, en tiltölulega fáir eru þeir,
sem enn hafa ráðist í þetta. Veldur þvi að líkindum
efnaleysi hjá mörgum, því góð áburðarhús kosta töluvert.
En af því margir horfa í kostnaðinn við áburðarhúsin,
finst þeim ekkert hægt að gera, og gera svo ekkert. En
þetta er misskilningur. Mikið má gera til umbóta á-
burðargeymslunni, þótt ekki sé farið svo langt, að byggja
hús yfir áburðinn, t. d. að byggja haugstæði með lagar-
heldu gólfi og veggjum. Þeim mætti haga þannig, að
gera mætti þak yfir þau síðar, ef efni leyfa.
Séu slík haugstæði vel gerð, og vel hirt urn áburð-
inn í þeim, þarf hann ekki að verða fyrir miklu efnatapi.
Þar sem hægt er að fá nægilegt af hentugu grjóti
og sandi og möl til steypu, má gera slik haugstæði ódýr.
Og skal eg lýsa hér aðferðinni lauslega.
Veggir að haugstæðinu eru steyptir í kössum á
venjulegan hátt, en jafnóðum og steypan er látin i kass-
ana, skal raða hnullungagrjóti í þá eftir endilöngu og
siá þá niður í steypuna, en gæta þess að alstaðar sé
bil milii steinanna, svo steypan komist á milli og bindi
þá saman. Þetta gerir steypuna miklu ódýrari, og vegg-
ina þó jafnsterka eða sterkari.
Botninn í haugstæðinu skal gera vel sléttan. Ef
auðvelt er að ná sandi, ætti síðan að flytja 7—8 þuml.
þykt lag á haugstæðisbotninn. Só þess ekki kostur,
verður í þess stað að losa botninn dálítið í yfirborðinu,
svo að hægt verði að slá flórsteinana niður.
Botuinn skal svo flóra með hnullungagrjóti, steina-