Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 40
36
BÚNAÐARRIT.
atriði, er margt mætti um segja og okkur fremur
öllu öðru vantar. Að vísu skal því ekki neitað, að á-
nægjuefni er það, að sjá hvað þegar hefir áunnist í átt-
ina, ávextirnir af samvinnufélagsskapar-tilraunum eru
þegar talsverðir. Eg þarf ekki annað en nefna smjör-
búin, allir vita hve ómetanlegt gagn þau hafa gert, og
sláturfélagið og kaupfélögin o. fl. o. fl. Við erum farnir
að skilja það, að íélagsskapar og samtaka er þörf, og við-
leitni til framkvæmda er þegar byrjuð. En hitt vitum
við allir, að satt er, þó sorglegt sé, að margt af þessum
góðu og nytsömu tilraunum til samvinnu og félags-
framkvæmda hangir á horriminni fyrir vöntun á sönn-
um félagsanda.
Sundrung ogtortryggni hafa verið og eru enn okkar
verstu þjóðarmein, og af þeim stafar aftur þolleysið og
skammsýnin, sem svo oft hefir stórskaðað og jafnvel
eyðilagt að fullu marga góða og nýtilega félagsskapar-
tilraun hjá okkur. Með vaxandi menningu er vonandi
að við lærum smátt og smátt að vera samtaka, þvi
„Menning er eining, sem öllum Ijtor hagnað
með einstaklings mentun, sem heildinni er gagn að“. — E. B.
Eg ætla ekki hér að fara að reyna að skýra fyrir
ykkur, hvað er sannur féiagsandi; þið vitið það ef til vill
eins vel og eg eða betur. En eg ætla að segja ykkur
dálitla sögu, segja ykkur af dæmi, sem sýndi mér hvað
góður félagsskapur, bygður á sönnum fólagsanda, gat til
leiðar komið, og það einmitt í því, sem hér hefir gert
verið að aðalumtalsefni, jarðræktinni. Því miður er dæmið
ekki íslenzkt.
Eg var staddur í Noregi um aldamótin, dvaldi þar um
2 ára tíma, lengst af í útkjálkahéraði, er þá til skamms
tíma hafði staðið mjög á baki öðrum héruðum þar um
slóðir í jarðrækt og búnaðarframförum.
En þegar eg var þarna staddur var svo komið, að
hvergi um endilangan Noreg var tiltölulega jafn-mikið