Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 291
BÚNAÐARRIT.
287
Til þess að hægt væri að rannsaka taðið, og iíka
til þess, að það væri sem iíkast taði, sem notað er til
eldsneytis, byrjaði eg á því, að skera hnausinn í þunnar
flögur og leggja þær til þerris við venjulegan herbergis-
hita. Taðið var loftþurkað 2140 grömm. Yið loft-
þurkunina hafði það því lézt um 3770 grömm eða 64,8 °/o.
Þetta loftþurkaða tað var svo mulið hæfllega smátt og
haft til rannsóknanna.
í 100 hiutum af taðinu loftþurkuðu reyndust þessi
efni:
Raki (vatn, sem fór burt við 100° C) . . 12,95
Aska. Þar af óleysanlegtíþyntri saltsýru 9,83
leysanlegt - — — 7,08 16)91
Köfnunarefni................................. 2,33
Brennanleg efni önnur en köfnunarefni . 67,81
Alls 100,00
í þeim hluta öskunnar, sem leystist í þyntri salt-
sýru, eru öll jurtanæringarefni öskunnar, og var hann
því rannsakaður nánar.
í 7,08 þyngdarhlutum af leysanlegri ösku eða, sem
er það sama, í 100 þyngdarhlutum af loftþurkuðu taði,
fundust:
Járnoxyd og leirjörð (Fe 203-j-Al203) 0; ,40
Kalk (CaO) 0. ,62
Natrón (NasO) 0. ,60
Kalí (K2O) 2, ,56
Fósfórsýra (P2O5) 0; ,59
Kolsýra, brennisteinssýra, magnesia og
efni 2, ,31
Alls 7, ,08
Við efnagreiningu þessa er fátt sérlegt að athuga.
Þó skal þess getið, að köfnunarefnissamböndin virtust
lítið ummynduð. Köfnunarefni í ammoníumsamböndum
var að eins 0,16% af taðinu loftþurkuðu eða 6,87% af
öllu köfnunarefninu. Saltpétursýra var ekki ákveðin, en