Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 180
176
BÚNAÐARRIT.
styrks til hússtjórnardeildar skólans, og tjáð nefndinni
skriflega, að þeim styrk yrði eingöngu varið til að halda
uppi hússtjórnarkenslu að sumrinu i kvennaskólanum.
Búnaðarþingsfulltrúarnir hafa átt kost á því, að kynna
sér hið einkar-myndarlega snið á hússtjórnardeild skólans,
og oss blandast. eigi hugur um, að hússtjórnarkenslan
þar komi að góðum notum. Hússtjórnarnámsskeiðin eru
tvö á skólaárinu, og stendur hvort fjóra mánuði, en
fengist styrkurinn frá búnaðarfélaginu, tæki hússtjórnar-
deildin upp þriðja námsskeiðið sumarmánuðina fjóra
(júní—september). Komast 12 stúlkur að á námsskeiðið.
Á námsskeiðinu, sem af er í vetur, voru allar stúlkurnar
úr sveit, og forstöðunefnd hefir látið uppi, að kæmist á
sumarnámsskeið fyrir Reykjavík, þá væru sveitastúlkur
iátnar sitja fyrir kenslunni að vetrinum, gæfu þær sig
fram í tíma. Yér álítum rétt, að styrkja að þvi, að
þetta sumarnámsskeið komist á, og leggjum því til, að
félagsstjórninni sé í því skyni heimilaðar 250 kr. hvort
árið af þessari 2000 kr. veiting ,til búnaðarfræðslu. —
Þeirri bending viljum vér skjóta að, að eigi mundi síður
þarft og gott, að húsmæður í Reykjavík æt.tu kost á
hússtjórnarfræðslu við kvennaskólann með fyrirlestra-
haldi nokkra 'daga í senn tvisvar eða þrisvar á ári.
Með hliðsjón af bendingum vorum hér að framan
um búnaðarnámsskeiðin og matreiðslu-farkensluna von-
um vér, að eigi þurfi að hækka gjaldlið 11, þó að þessar
250 kr. verði af honum teknar til hússtjórnarkenslu í
Reykjavík.
Vér búumst ekki við, að hið ráðgerða fyririestra-
hald um búnaðarmál í bygðum þeim, er eigi geta við
námsskeiðum tekið, baki félaginu neinn aukakostnað
sem heitir, enda kæmi að mestu á 4. gjaldlið.
Búnaðarþingi, 25. febr. 1911.
Björn Bjarnarson. Stefán Stefánsson.
Þórh. Bjarnarson. Ásgeir Bjarnason. Jón Jónatansson.