Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 29
BÚNAÐARRIT.
25
sá t. d. höfrum í reitinn, eða sá alls engu, en valta þá
ílagið vel, þegar klaki er þiðnaður. Hvort höfrum skal sá eða
eigi, álít eg að fara eigi eftir því, hvernig heyfeng er varið á
hverjum stað, og hvað hafrarnir kosta heimfluttir.
Sé skortur á nautgæfu heyi, en áburður til í flagið,
verða hafrarnir varla svo dýrir, að þeir borgi eigi kostn-
aðinn vel. Reynsla min er sú, að með nægilegum á-
burði og 160 Í6 sáningu á dagsláttuna fáist af henni 20
—25 hostar. Að fóðurgiidi tel eg þá hæfliega snemm-
slegna og vel verkaða jafngiida meðaigóðri töðu. Útsæðið
í dagsláttuna kostar í verzlunum um 12—14 kr., og
geta menn af því séð, að hesturinn af hafraheyinu þarf
ekkl að verða ýkja-dýr. Annars er mjög auðvelt fyrir
hvern sem viil, að komast að því sanna um þetta með
reynslunni.
Hafi höfrum verið sáð, þarf að endurplægja landið
að haustinu og klakaherfa næsta vor, og er landið þá full-
búið til grasfræsáningar. Hafi ekki verið sáð í landið, er
réttast að endurplæging fari fram að vorinu, þegar klaki
er þiðnaður og herflngum lokið, herfa eftir endurplæg-
ingu og valta, og láta síðan landið liggja óhreift þangað’
til vorið eftir, herfa þá grunnri klakaherfingu og herfa
áburðinn niður. — Hvernig sem undirbúningnum hefir
verið hagað, er nú, þegar að því kemur að sá grasfræi
í reitinn, um tvennt að gera, annaðhvort að sá grasfræi
eingöngu eða sá þvi með skjólsáði, og sem skjólsáð eru
hafrar hér hentugastir. Að sá skjólsáði er algeng
regla erlendis, og er það gert í tvennum tilgangi: að
veita nýgræðingnum skjól og skugga og til þess að
fá meiri eftirtekju af landinu, því á fyrsta sumrinu nær
sáðgresið ekki miklum vexti. Þessi aðferð hefir verið
viðhöfð hér að mestu leyti, þar sem sáðsléttur hafa
reyndar verið. En líklegt þykir mér —| byggi það enda
á eigin reynslu — að hentast muni hér að sá grasfræ-
inu án skjólsáðs, eða að minsta kosti með mjög litlu
skjólsáði. Við þuríum að leggja alt kapp á, að iáta nýgræð-