Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 235
BÚNAÐARRIT.
231
Yallarfoxgras (Phleum pratense). Heldur sér vel
á 5—10 ára gömlum sáðreitum, vex jafnvel út í gras-
reiti, sem liggja að því. 1908 var sáð finsku, norsku
og dönsku. Alt hefir það reynst vel síðan, ekki tel-
jandi munur á þvi. Sumarið 1910 var hið norska einna
bezt. Sumarið 1909 var sáð norsku og finsku, hvort-
tveggja keypt í Kristjaníu. Hvorttveggja gaf góða slægju,
hið finska var heldur betra í fyrra slætti. Vorið 1910
10 júní, var vallarfoxgrasi sáð, það kom upp 22. s. m.,
og var bletturinn orðinn algrænn 3. júlí. Spratt vel um
sumarið, gaf góða slægju (10—11—10).’
Háliðagras (Alopecurus pratensis). Heldur sér vel
i 5—10 ára gömlum sáðreitum. 1908 var sáð fræi frá
Noregi og Nýja-Sjálandsfræi frá Danmörku. Sumarið
1910 reyndust þeir blettir vel, gáfu góða slægju; norska
grasið heldur betri en hitt, en bæði spruttu fult svo vel
sem vallarfoxgrasið. Þessari tegund var og sáð 1909, og
reyndist hún vel í sumar sem leið. 1910, 10. júní, var
háliðagrasi sáð; kom upp 24. s. m., varð síðar algrænt
en vallarfoxgras, spratt ekki eins vel og það, gaf þó
allgóða slægju (11—11—7).
Knjáliðagras (Alopecurus geneculatus). Það sem sáð
var 1908 var þétt, jafnt og lágvaxið sumarið 1910; lág-
vaxið er það altaf, en heyfall drjúgt. Eins reyndist það
sem sáð var 1909. Vorið 1910, 10. júní, var og sáð
knjáliðagrasi; kom það upp 23. s. m. og gaf allgóða
slægju (8—6—8).
*) Til frekari skýringar á sprettunni eru í svigum settar
tölur, er tákna einkunnir, er eg gaf tegundunum sumarið 1910.
Hæsta einkunn er 12. Fyrsta talan er einlcunnin fyrir það, sem
sáð var 1908, önnur talan fyrir það som sáð var 1909, og þriðja
talan fyrir það sem sáð var 1910. Til þess að fá glöggan sam-
anburð verður að bera saman einkunnir binna ýmsu legunda
fyrir sömu árganga. Álít eg að þessar tölur séu fult eins ábyggi-
legar, til samanburðar, og vigtartölur hefðu getað orðið af ,iafn
litlum blettum.