Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 20
16
BÚNAÐARRIT.
eitt til ræktunarstarfanna, enda þótt við liöfum haft ráð
á öðru 8—10 sinnum ódýrara — hestaflinu.
Hvergi nokkursstaðar í heiminum heflr það reynst
mögulegt, að reka arðsama jarðrækt í stórum stíl með
því móti, að nota að eins mannsaflið eitt til ræktunar-
starfanna. Jafnvel á bernskuárum mannkynsins heflr
mönnum skilist þetta, því snemma ber á viðleitni í þá átt,
að nota dráttarafl dýranna. Sú viðleitni líklega jafnvel
jafngömul akuryrkjunni. Og þó verkfærið, sem dýrunum
var beitt fyrir, væri ekki í fyrstu annað en bogin trjá-
grein, var þó mikið unnið. Sivaxandi umbætur á þess-
ari fyrstu ófullkomnu viðleitni hafa fremur öllu öðru
gert það að verkum, að jarðræktin hefir komist á svo
hðtt stig í öllum siðuðum löndum — nema íslandi —
sem nú er raun á orðin. Nú nota menn þar ekki að
eins dráttarafl dýranna heldur einnig gufuaflið, rafmagnið,
vatnsaflið og vindinn, í þjónustu jarðræktar og landbún-
aðar. Að vísu veit eg það, að ekki þarf að gera ráð
fyrir, að við getum náð svona langt; okkar jarðrækt er
nokkuð sérstök og einhæf. En eg bendi á þetta til að
sýna mismuninn á því, hvað aðrar þjóðir hafa verið að
gera, meðan við látum okkur nægja að standa kyrrir í
sömu sporum.
Almennast er það hestaflið, sem notað er til ræktun-
arstarfanna, og aðal-verkfærið til þeirra starfa, undan-
fari og brautryðjandi allra hinna, er plógurinn.
Ódýrt vinnuafl og hentug verkfæri er það, sem
hrundið hefir jarðræktinni áfram annarsstaðar í heiminum;
án þess væri hún skamt komin. Til skamms tima höfum
við því nær eingöngu baslað við jarðrækt okkar með
handaflinu einu, og gerum svo að mestu leyti enn í
dag. Og það er eins og áður var tekið fram aðalástæð-
an til þess, hvað túnbótunum miðar seint áfram. Hvernig
í ósköpunum eigum við nú, fátæk smáþjóð, að hafa ráð
á því, að láta margfalt ódýrara vinnuafl og vinnuaðferðir
ónotað? Nágrannaþjóðirnar, margfalt fjölmenuari, margfalt