Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 351
BUNAÐARRIT.
331
Kílógrammið hefir selst 177.8 aura að meðaltali.
A. fær þvi eins og nú er reiknað 132X177,8 aura =
kr. 234,73., en B. 123X177,8 aura = kr. 218,72. En
þetta eiga þeir ekki. Smjör A. hefir selst fyrir kr. 222,75
og B. fyrir kr. 230,70; og að okkar dómi eiga þeir líka
að fá það. Hér eru það kr. 11,98, sem dregnar eru
af B. og gefnar A. — Þetta er þá með öðrum orðum:
Eins og reikningar rjómabúanna hafa verið og eru
enn, þá er dregið frá smjörverði þeirra,. sem framieiða
mest smjör þann tíma ársins, sem það er í hæstu
verði, og feilur það hér saman við þann tíma ársins,
sem dýrast er að framleiða það, og það gefið hinum,
sem þá hafa minst smjör, en aftur mest þegar það er í
sem lægstu verði og ódýrast er að framleiða það.
Með formum þessum lagast nú þetta að mestu
leyti. Þó vitum við vel, að réttast væri, að allur kostn-
aður, sem félli á smjörið, væri gerður upp við hverja
sendingu, en vegna þess hve það eykur reikningshaldið
mikið, teljum við ekki t.ima til þess kominn enn, og
ráðum til að gera það ekki.
En nú getur það lmgsast, að einhver sending, ein-
hverra ófyrirsjáanlegra óhappa vegna, seljist mjög illa, og
að einstakir hluthafar, sem f félaginu eru, eigi meginið
af sinu smjöri í henni, en aðrir lítið sem ekkert.
Tökum dæmi: A. og B. eru í sama rjómabúi. A.
á alt árið 200 kílógrömm B. 100 kílógrömm af smjöri
i búinu. A. býr á sauðjörð, færir frá, en hefir lítið kúa-
bú. B. býr á kúajörð, færir ekki frá og á snemm-
bærur.
í einni sendingu, sem send er fyrri part vetrar, á A.
5 kg., en B. 10 kg. af smjöri. Þessi sending ónýtist að
fullu, og fæst ekkert fyrir hana. Hver á að tapa? og
hve miklu? Eins og nú er, er ekki vel gott að segja, á
hverjum tapið lenti. Engar sameiginlegar reglur eru um
það. Sumstaðar mundi tapaða smjörinu verða jafnað