Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 323
BÚNAÐARRIT.
303
niættu vera úr 3/4" borðum, en þær ytri þurfa að vera
sterkar og vel feldar. Umgang um útidyr þarf ekki að
hafa i slæmum veðrum ; má þá ganga gegnum hesthúsið.
Vatnskassi er í fjósinu. Geri eg ráð fyrir, að hann sé
smíðaður úr sléttuðu þakjárni, eða sléttu galvaniseruðu
járni, á trégrind. Tvö þverbönd liggja yfir kassann að ofan,
til að halda honum saman, svo að hann svigni ekki
undan vatnsþunganum. Eg liefi margra ára eigin reynslu
fyrir mór um slíka vatnskassa, að þeir endast vel, vel
smíðaðir og vel hirtir, og eru afaródýrir. Kassi þessi
þarf að vera tæp 3 fet á dýpt. Tekur hann þá 18 ten-
ingsfet af vatni, og er það nóg yfir daginn fyrir fjós og
hesthús, þó að hestum sé lika vatnað inni. Samkvæmt
minni íeynslu duga vel um 2 teningsfet á dag fyrir kúna
og 1 fyrir hestinn; meiri vatnseyðsia á sór varla stað. í
skotinu við endann á vatnskassanum mætti hafa dælu,
ef hún ætti að vera í fjósinu, og dæla vatninu í kassann.
Eins og uppdrátturinn sýnir, eru hliðveggir fjóssins
steinsteyptir. Bakgafl hlaðinn úr grjóti mætti gjarna
vera grafinn í jörð, eða fyit þar utan að, því sá gafl geri
eg ráð fyrir að snúi að kuldaáttinni. Enginn gluggi á
að vera á honum. Framgaflinn gæti verið klæddur borðum
að innan, en járni að utan, og fóðrað á milli með vel
þurru góðu torfi. Má gera það á þann hátt, að klæða
gaflinn fyrst að innan með borðum, negla síðan t.orfið
vandlega með listum á þá klæðingu utanverða og klæða
svo með járninu. Gott væri að leggja eitthvað í sam-
skeyti járnplatnanna, t. d. hamp, bleyttan í tjöru, og
negla þau vel þétt, til þess að sem minst dragi súg um
samskeytin.
Gliiygar eru úr járni. Er það hér sett sem bend-
ing, því þá tel. eg miklu betri. Trégluggar endast illa í
peningshúsum og eru þó litlu ódýrari í fyrstu. Að rúður
só smáar er gott, brotna síður og oft hægra um hönd
til sveita að fá bætta smáu rúðuna en þá stóru. Af
reynslu veit eg líka, að gler í smárúður, 8—9", má oft