Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 339
BÚNAÐAKRIT.
319
að skiff.a henni í tvo flokka, líkt og gort var með fitu-
magnið.
í útlöndum er venjulega t.alið, að fita í kúamjólk
eigi að vera frá 2,5—4,75°/o og eðlisþyngdin 1,029—
1,034 við 15° C. Að meðaltali er fitan venjulega talin
3,5°/o og eðlisþyngdin 1,0316 við 15° C., og er það ná-
kvæmlega eins og meðaltalið af vetrarmjólkinni.
Tvö sýnishorn af mjólk, sem höfðu annað óvenju-
lega lága, en hitt óvenjulega háa eðlisþyngd, voru rann-
sökuð nákvæmlega. Efnagreining þeirra sést á töflunni
hér á eftir:
Mjólk, er liafði
eðlisþyngdina 1,0250
Feiti ................. % 3,80
Eggjahvituefni (ostefni)— 2,91
Aska (sölt)........ — 0,7S
Sykur ................. — 3,63
Vatn .................. — 88.88
100,00
Mjólk, er hafði
eðlisþyngdina 1,0350.
4,45
3,95
1,07
4,66
85.87
100,00
Undanfarin ár hefir Rannsóknastofunni stöðugt verið
send mjólk til rannsókna. Stundum kemur það af því,
að fólk er hiætt við, að mjólkin sé svikin, og viil, sem
eblilegt er, komast fyrir það. En miklu oftar er hún
þó send til rannsóknar af öðrum ástæðum. Til dæmis
að taka hefir komið mikið af mjólk frá þeim, er eftirlit
hafa haft ineð mjólkursöln í bænum. Líka mikið frá
ýmsum, er hafa mjólkursölu á hendi, og frá kúaeigend-
unum sjálfum o. s. frv. Eg hefi nú safnað þessum mjólk-
urrannsóknum saman. Að vísu gefa þær líklega ekki
alveg rótta hugmynd um sölumjólk bæjarins, en langt
frá réttu verður það ekki, því þótt sum af sýnishornun-
um sé beint valin af lakari endanum, þá gætir þeirra
ekki svo mjög mikið, hin eru svo langt um fleiri, sem
tekin eru af mjólk rétt upp og ofan.
Fitumagnið sést af töflunni hér á eftir: