Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 314
294
BÚNAÐARRIT.
að vera sterkt. gólf, þéttir bitar og þykkboið. Þró þessi
ætti að taka hór um bil ársþvagið undan 10 kúm, ef
50 teningsfet eiu af þvagi undan kúnni um árið, eins
og Torfl í Ólafsdal geiir ráð íyrir (Freyr VI. 3.). Á gólf-
inu yfir þrónni þurfa að vera 3—4 göt með hleruin yfir,
sem ausið væri upp um, þegar hún er tæmd. Á vegg-
jum milli fjóss og haughúss ættu að vera jafnmörg göt,
til að moka mykjunni i gegn um út í haughúsið. Gegn
um þessi mykjugöt mætti leggja rennu, og ausa ieginum
úr þrónni upp í hana, og rynni hann þá eftir
henni niður í vagn eða annað ílát, er lögurinn væri
fluttur í. Líka mætti ef til vill dæla löginn upp í renn-
una; en hlera yrði að hafa á gólfinu samt sem áður,
svo að þróin verði hreinsuð sem bezt, þegar hún er tæmd.
Haugliúsið ætti að vera undir norðurhlið fjóssins og
vesturhlið hlöðunnar, ef hægt væri að koma því við.
Það er 29^/4 fet á lengd, ÍB1/* fet á breidd, og 6 feta
hár lægri veggurinn, hærri veggurinn 8 fet — millivegg-
ur milli fjóssins og haughússins. — Þakið skúrmyndað,
með 1 al. risi. Húsið ætti því að taka um 2325 ten-
ingsfet af mykju, og ætti það að taka að miklu leyti
ársmykju 10 naut.gripa, en verið getur að betra sé, að
hafa sérstakt moldarhús rétt við liaughúsið. Haughúsið
er grafið í jöið um 4 fet, jafndjúpt safnþrónni, ogskilur
fjósveggurinn á milli, sem þannig gengur 4 fetum lengra
niður en hinir veggir fjóssins. Grundvöllinn undir
haughúsinu verður að velja þannig, að fram úr dyrum
þess só hér um bil slétt, eða með litlum halla upp úr
þvi, svo að hægt sé að komast með kerruhest eða
kláfahest út úr því. Gólf og veggir sementsteyptir ef
auðið er. Dyr hússins eru á endavegg (gafli), 3 álna
breiðar, 2V2 al. háar. Mykjugötin á fjósveggnum verða
að vera 18 þuml. frá fjósgólfi, 1 al. há, 18 þuml. breið.
í þeim eiga að vera góðír hlerar, er íalla vel og varna
algerlega súg og kulda frá haughúsinu inn í fjósið.