Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 35
BÚNAÐARRIT.
31
því, að ræktun landsins er eitthvert hið mesta nauð-
synjamál og nytsemdarmál, fyrst og fremst fyrir bænda-
stéttina og jafnvel fyrir þjóðina í heild sinni. Þessu
máli ættum við því að fylgja með lifandi áhuga, sístarf-
andi öflugri umbótaviðleitni, vera óþreytandi á því að
reyna að flnna nýjar umbætur, nýjar og betri leiðir. Ekki
veit eg heldur hvað fremur ætti að vera okkur metnaðarmál
en ræktun landsins, og eg vona lika að svo verði. Með
verulega aukinni ræktun á landbúnaðurinn fagra og hag-
sæla framtið í vændum, án hennar ekki. Eg þykist vita
að okkur komi öllum saman um það, að ræktunarum-
bætui ættu að vera eitthvert heitasta áhugamál okkar,
og að nauðsyn beri til að gera eitthvað meira hér eftir
en hingað til því til gengis og gagnlegra framkvæmda.
Hvað er það nú, sem okkur einkum vantar til þess,
að verulegar framfarir verði á jarðræktinni okkar? Þess-
ari spurningu skal eg nú leitast við að svara.
Það svar virðist ef til vill liggja beinast við, að
okkur vanti fyrst og fremst fé. Á því er enginn vafi,
að fé vantar okkur, en ekki tel eg það einhlítt, þó til
væri. Ekki skal hér neitt um það sagt, hver ráð eru vænleg-
ust til þess, að fá fé til umbótanna; það er umfangs-mikið
efni og erfitt viðfangs. En á eitt vildi eg benda, að ein-
beittur áhugi og skynsamleg umbótaviðleitni ætti heldur
að greiða fyrir um þetta. Og hins vegar er það spá
min, að þegar þetta tvent er fengið, muni svo reynast,
að greiðara verði um úrræðin, margt muni þá fært
reynast, er áður þótti með öllu ófært. Virðist mér sem
fjöldamörg dæmi ýmsra dugnaðarbændanna okkar bendi
á þetta. — En á eitt vil eg minna í þessu sambandi,
að aukin ræktun landsins er svo afar mikilsvert mál,
að sjálfsagt er að öll veruleg og skynsamleg viðleitni í
þá átt sé studd rækilega af hálfu þings og stjórnar. Og
til þess að fá úr þeirri átt allan þann stuðning, er þetta
mál á skilið og með sanngirni má heimta, þarf ekki