Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 283
BÚNAÐARRIT.
279
hríðum og öðrum óveðrum, þegar beitt er fénaði, svo
íjárhúsin blotna, verðum vér að moka þau og erfiða
áburðinum alla leið út úr húsunum. Næsta dag
eru þau ef til vill orðin blaut á ný! Alt þetta og ótal
fleira leggjum vér á oss fyrir hjarðirnar með ljúfu geði,
því eignin er góð og arðsöm. En hví skyldi oss þá
ekki einnig ljúft, að hirða og geyma þarann, sem hjörðin
lifir á úti öðrum þræði, og oss berst upp í hendurnar í
stórum stíl, þar sem bæði reynsla mín og vísindaleg
rannsókn efnafræðingsins staðhæfa að hann sé ágætis-
fóður með heyi og hagbeit, sem áður segir?
Þarinn er hið eina fóður, sem aflað verður um há-
veturinn, og að heita má kostnaðarlaust í samanburði
við langsóttan og lélegan útheyskap. Kostur er það
við súrþarann, hve lengi hann geymist óskemdur eftir
að hann er tekinn upp úr gröfinni. Mætti taka mikið
í einu og flytja lengra til. Hefi eg stundum geymt hann
2—3 vikur í pokum, lítið eða, ekkert skemdan, eins og
sýnishorn það, er eg sendi til Reykjavíkur, einnig vottaði.
Má vel vera, að hann geymist þannig óskemdur mánuð
eða bngur. Það er margt fleira áhrærandi þarann, sem
ekki er fengin reynsla fyrir né rannsakað onn, svo sem
hvaða fargþungi er hæfilegur, hve lengi það þurfi að
liggja á, hvort hann sé jafn-góður á hvaða árstíma sem er,
að hvað miklum hluta megi gefa hann á móts við hey,
svo féð saki á engan hátt. Við athugun og reynslu
fleiri manna á aðferð þessari er sennilegt að bæði hið
framantalda og margt fleira geti leiðst í ijós, svo sem
hverjar fóðurtegundir eru hentugastar til að gefa með
honum, þar sem reynsla mín einnig í því efni er enn
mjög ófullkomin. Mér þykir líklegt, að bezt só að gefa
með þaranum iýsisborið heyfóður og síld, sem hvort-
tveggja mun hafa þau næringarefni að innihalda, eterex-
traktina, sem þarann aðallega brestur á við landgrösin.
Að endingu vildi eg minnast betur á fjárhúsin eður
grindagólfin í þau. Eg hefi nú lagt grindur í fjárhús