Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 70
66
BÚNAÐARRIT.
gólfinu í fjósinu. Og í Noregi tíðkast mjög sú aðferð,
að geyma hann þannig. En eigi eru menn þar alls-
kostar ánægðir með það fyrirkomulag.
Helztu ókostir þess eru taldir að vera, að það auki
kulda i fjósinu, að það spilli andrúmsloftinu, að áburð-
urinn frjósi, að erfitt sé að aka honum þaðan í burtu,
og að fjósið sjálft endist lakar en ella.
Sjálfsagt er sumt í þessum aðfinslum á rökum bygt,
og fáir eru þeir hér, er gert hafa áburðarhús með þessu
lagi.
Áburðarhúsið þyrfti helzt að vera við hliðina á
fjósinu eða fyrir gafli þess, eftir þvi sem hagfeldara þykir,
og innangengt í það úr fjósinu. Æskilegt er, verði því
komið við, að grafa húsið niður, svo góifflötur þess sé
að mun lægri en fjósgólfið. Veitist þá hægra, að koma
áburðinum frá sér. Þá færi og vel á því, að húsaskip-
uninni væri þann veg háttað, að hesthúsið eða hest-
húsin stæðu einnig í sambandi við áburðarhúsið, svo
áburðinum úr þeim yrði komið í það með hægu móti.
Áburðarhúsin þurfa jað vera held og lekalítil.
Bezt er að gera þau úr steini eða steinsteypu. Áburð-
arhús úr torfi geta einnig dugað, ef þau eru vel gerð,
og botninn í þeim heldur. Þau kosta minna en sams-
konar hús úr steini og endast jafnframt lakar. Þeir
sem það geta ættu því að byggja þau úr grjóti eða steypu.
Hinir, sem ekki hafa ráð á því, gera þau úr torfi.
En þá er bezt, að geta gengið svo frá gólfinu í þvi eða
botninum, að áburðariögurinn sígi ekki niður í undir-
grurminn. Til þess má nota leir (deigulmó), ef hans er
kostur, eða þá í öðru lagi að steypa góifið. En verði
þessu ekki komið við, þá er betra en ekki að flyivja
moldarlag undir á gólfið í húsinu, áður en borið er í það
úr fjósinu. Þannig löguð áburðarhús úr torfi kosta
150—300 kr. eftir stærð þeirra.
Að öðru loyti er það ákjósanlegast, að áburðarhúsin
séu að öllu úr steini eða steinsteypu. Ef húsið er úr