Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 137
BÚNAÐARRIT.
133
við því búist og því ekkert fé ætlað til þess. En úr
þvi að gera þurfti mikið við húsið hvort sem var, þótti
rétt að nota tækifærið til að gera nokkra breyting og
stækkun á húsinu, sem óskað hafði verið eftir og vér
höfum talið þurfa, því að hús þetta var upphaflega til
annars ætlað en skólahalds og því ekki vel lagað til
þess. Viðgerðinni er ekki lokið enn, og þessvegna ekki
fuilkunnugt, hversu mikill kostnaður þessi verður, en
hitt er víst, að gjaldl. 9. hlýtur af þessum ástæðum að
fara mjög mikið fram yfir áætlun.
Árið 1911 vitum vér engar líkur til tekjuafgangs
umfram þann, sem lögskipaður er.
Þá komum vér að árunum 1912 og 1913.
Tekjurnar aðrar en væntanlegt landssjóðstillag búumst
vér við að verði hinar sömu sem áætlanirnar 1910 og
1911 gera ráð fyrir, nema hvað vextir munu mega teljast
80 kr. meiri, og gjöldin í öllum aðalatriðum hin sömu.
Áætlanir þær eru að mestu samhljóða áætlunum þeim,
er félagsstjórnin lagði fyrir búnaðarþingið 1909 ogprent-
aðar eru í 2. hefti Búnaðarritsins það ár bls. 120—121,
en þær áætlanir voru bygðar á því, að landssjóðstillagið
yrði 54000 kr., og hafði félagsstjórnin í bréfi t.il stjórn-
arráðsins dags. 7. sept. 1908 fært rök fyrir því, að þess
tillags væri þörf. Teljum vér því að mestu nægja að
vísa til þeirra röksemda um fjárþörfina 1912 og 1913.
Einn nýr gjaldaliður, sem eigi hafði staðið í áætl-
un félagsstjórnarinnar, var tekinn inn í áætlunina 1910
og 1911 á búnaðarþinginu: Til slátrunarkenslu hér-
lendis 800 kr. Sú kensla fór fram haustið 1909 og var
vel sótt. Hæfilega margir nemendur hafa sótt um þá
kenslu aftur í haust, og líkur eru til, að hún verði notuð
einnig framvegis, þar sem sláturhús eru nú víða komin
upp og þau þurfa jafnan á mönnum að halda, sem hafa
lært til sláturstarfa.
Þær 800 kr., sem til þessarar kenslu voru ætlaðar,
varð að draga frá öðrum gjaldaliðum (7. og 8.), til þess