Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 41
BTJNAÐARRIT.
37
að ný-yrkingu landa unnið eins og í þessu héraði. Og þó
var svo ástattt þar, að allur fjöldi bænda voru smábændur,
margir einyrkjar; vinnukrafturinn var dýr. Fólkið streymdi
frá sveitunum til verksmiðjubæjanna eða Vesturheims,
og bændur stóðu uppi mannfáir eða mannlausir. f’eir
sáu hvert stefndi og að einhverra ráða varð að leita, og
þeir fundu ráðið sem dugði, og ráðið var félagsskapur
og samvinna meðal bændanna sjálfra.
Þegar eg var þarna staddur, var svo langt komið,
að búið var að girða land hverrar jarðar eftir iandamerk-
jum og girða aftur sundur land hvers einstaks manns,
því nær alstaðar eftir því, sem notin heimtuðn. Girð-
arnar voru allar úr grjóti, og það var varla einn einasti
spotti í þessum görðum hlaðinn öðruvísi en með sam-
vinnu bænda, og hefði líklega mest verið óhlaðið án hennar.
Þessari samvinnu var þannig varið, að þegar ein-
hver þurfti að koma upp girðingu eða gera einhverja
jarðabót, er heimtaði mikinn mannafla og þurfti að gerast
fljótt, til þess að verða að notum, þá fór hann til sveit-
unga sinna og bað þá liðs. Þeir komu allir á ákveðn-
um degi með þann mannafla, er þeir höfðu til umráða,
og hesta, sleða, vagna og öll þau áhöld, er þeir gátu iagt
til og með þurfti. Oft unnu 60—80 manns á einum bæ
með þessu móti 1 dag, og það var oft fallegt dagsverk,
sem skilað var að kveldi. Yinnan var lögð fram ókeypis,
en verkþiggjandi átti að fæða hópinn. Það finst ykkur
nú slæmur hængur á, en ekki var það örðugt fyrir þá.
Af nágrannabæjunum fór kvenfólkið heim á bæinn, sem
unnið var á, með mjólk og önnur matvæli eftir þörfum,
og mataráhöld, sem hafa þurfti, og vann síðan að mat-
reiðslunni eftir þörfum, alt ókeypis. Eg vann nokkrum
sinnum sem „sjálfboðaliði" við slíka vinnu og hafði mikla
ánægju af. Eftir því sem eg kemst næst, var oft unnið á
þennan hátt hjá 10 mönnum í sveít og jafnvel fleiri á ári.
Ekkert var út i það farið, að jafna saman framlög-
um manna. Reglan var þetta: Allir eru skyldir að koma