Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 43
BÚNAÐARRIT.
39
inu, að vita að það hefir góð skilyrði að geyma, til þess
að við getum iifað hér góðu lífi. Ekki einungis við, sem
nú lifum, eða þessar fáu þúsundir, sem nú lifa hér af
landbúnaði, heldur margfalt fleiri. Við óskum allir að
iandið okkar geti tekið sem mestum framförum, að
þjóðin þurfi ekki að standa svo langt að baki annara
þjóða, sem nú gerum við. Sárnar okkur þá ekki að vita
það, að eins l°/o af grasiendi í bygð er orðið ræktað í
tún, og þó ekki vel ræktað? Jú svo hlýtur að vera. Nú
á þessum tímum, þegar svo margt og mikið hefir sagt
verið, sem hefir átt að miða að því, að vekja metnað
okkar sem þjóðar, getur enginn góður íslendingur um
það hugsað, hve landið okkar er vanrækt og iila ræktað,
án þess að finna til. Finnist honum ekkert um þetta,
ann hann alls eigi landi sínu verulega. En hver sem
ann landinu sínu hlýtur að finna hjá sér löngun til þess,
að gera eitthvað til að bæta úr þessu.
Við látum nú svo í orði kveðnu sem við elskum
landið okkar, að minsta kosti látum við það stundum í
ijósi í orði við hátíðleg tækifæri. En „sýn mér trú þína
af verkunum", stendur einhvers staðar. „Sýn mér ást þína
í verki", gæti landið okkar sagt, og það eigum við að
gera. Ef við eigum nokkuð til af ættjarðarást, á það að
koma fram í verkinu, og þá ekki sízt í því, að bæta og
rækta landið. Þeir eru svo margir, afar-margir, sem
geta átt kost á því, að sýna ættjarðarást sína í verki á
þennan hátt, og það má reyndar segja, að allir eigi kost
á því. Ef okkur þykir vænt um landið okkar, og berum
heíll þess fyrir brjósti, hljótum við að gefa þessu gaum.
Það má nú ef til vill segja, að ekki sé sanngjarnt að
ætlast til þess, að eldri mennirnir láti sér slíkar hugs-
anir verða hvöt til framkvæmda; ekki skal eg um það
þrátta. En þó vildi eg sagt hafa til þeirra, og eg vildi
að eg gæti skrifað það óafmáanlega í hug allra. þeirra,
sem mál mitt heyra: Kennið uppvaxandi kynslóðinni
þetta. Segið unglingunum, hve sorglegri vanrækslu þetta