Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 356
336
BÚNAÐARRIT.
En hve mikið hann átti að fá fyrir það, mát.ti líka
finna öðruvísi, eins og áður er minst á.
Þessi 880 kg. smjöifeiti, sem hafa verið seld þessa
viku, hafa þá selst á 1960.00 kr. Hvað heflr þá 1 kg.
selstá? 2,227 kr. Og A. átti 78 kg. feiti, hann
á því eftir þvi sem áður er sagt að fá 78 X 2,227 =
172,71 kr. af verði alls smjörsins. Hér munar um 1
eyri, og kemur það af því, að að eins eru 3 desimalar
teknir í verð kg. feitinnar (2,227).
Reiknað smjör allra hluthafa á að bera saman við
alt smjörið, sem fengist hefir á búinu, só það rétt
reiknað.
Fái einhver hluthafi útborgaða peninga, skrifast þeir
í aftasta dálkinn. Á eftir dálkum allra hluthafa koma
samkynja dálkar eins og hver þeirra hefir, en yfir þeim
stendur: „alls um vikuna". í þá skiifast samlagðar
tölurnar úr hinum öllum, nema feitiprósentan, sem annað
hvort skrifast alls ekKÍ eða reiknast út eftir sömu aðferð
og s agt verður við 3. form. Helzt þyrfti lika að nota
töflu hér, svo að reikningshaldari kæmist hjá að þurfa
að deila með deilinum (þ. e. x). Hún ætti að segja:
Þegar frá 80 til 90 kg., smjöifeiti þurfa í 100 kg. af
Bmjöri, þá fást af þeim feitikg., sem þú átt, svona
mörg kg. smjörs.
Þegar sending er send á markaðinn, ætlumst við
til að stryk sé dregið undir, og standi svo á, að það sé
gert í miðri viku, verður að ætla þeirri viku 2 línur. í
efri línuna er ritaður sá hluti smjörsins, sem sendur er
með vikusmjörinu næst á undan; í neðri linuna hinn
hlutinn, sem eftir er, en verður sendur með næstu skips-
ferð. Við hverja sendingu ber að aðgæta, hvort rétt sé
ritað, en aðallega er það þó við aðaluppgerð, að súrann-
sókn er gerð.,
Að smjörið só talið rétt saman, sést á því, að sé
Jagðar saman sunimurnar úr smjöidálkum allra hlut-
hafa, þá á sú summa að koma heim víð summu smjör-