Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 39
BÚNAÐARRIT.
35
þessa eldraun, sem fyrir hann hefir lögð verið, eins og
svo margar aðrar, sem hann áður heflr orðið að ganga
í gegnum. Eg vona að það sannist einmitt með þeim,
hve affarasæll hann er, þegar á reynir, þó stórhöppin
verði þar færri en af sumu því, er við hann keppir. Og
þó er vonandi, þegar kyrðin kemst á aftur, að áhuginn
giæðist enn meir en annars hefði ef til vill orðið, bænd-
ur sannfærist enn betur um það, að atvinnuvegur þeirra
er góður og affarasæll, og þess vegna verður að stunda
hann af alúð.
Eins og eg hefi áður tekið fram lít eg svo á, að
framfarir í ræktun landsins ættu að vera eitthvert okkar
heitasta áhugamál; því verður ekki mótmælt. Og hinu
verður heldur ekki móti mælt, að við höfum ekki beitt
svo miklum áhuga að þessu, sem það á skilið; hefðum
við gert það, væri lengra komið. Og má eg minna
ykkur á eitt? Hefði öllu því kappi og öllum þeim áhuga,
sem við höfum verið að slá um okkur með í því sem
kallað er pólitík, verið beint að ræktun landsins, þá
hefðum við hlotið að sjá árangur. Og satt að segja
flnst mér, að okkur standi nær að hugsa um að rækta
landið okkar, en að vaða uppi í þessum stórpólitíska
froðuþeytingi, sem allur fjöldinn botnar ekkert í. Ekkl
svo að skilja, að eg vilji halda þvi fram, að almenningur
eigi ekki að hugsa neitt um landsmál; nei langt frá, það
eiga allir að gera, og það er hvers manns skylda, en alt
með gát. — Eitt helztá skilyrði fyrir sönnu sjálfstæði
þessarar þjóðar er efnalegt sjálfstæði, og til þess áð ná
því er efling atvinnuveganna nauðsynleg, og þar á meðal
fyrst og fremst ræktun landsins, og ef íslenska bænda-
stéttin vinnur að því með alefli og lifandi áhuga, vinnur
hún landi sínu margfalt meira gagn en með því, að
verða leiksoppur í höndunum á hverjum pólitískum ang-
urgapa, er slær um sig með stórum orðum, sem hann
skilur ekki sjálfur og meinar ekkert með.
Meira af sönnum félagsanda. Þar kem eg að þvi
3*