Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 204
BÚNAÐARRIT.
200
inn, ea að skera haon niður. Og afleiðingin verður þá
oft sú, sem almenningur þekkir alt of vel.
Horfellislögunum er líka að sumu leyti ábótavant, en
auðvelt væri að bæta úr því. Lögin vantar ákvæði, sem
nánar ákveði ástand þess fénaðar, sem teljast má hor-
aður. Mönnum kemur ekki saman um, hvað telja má
horað. Einn kallar það grant, annar magurt, sem sá
þriðji kallar horað. Það þarf því að hafa skýrari ákvæði
um þetta, ef eigandi skepnunnar á að sæta sektum fyrir
meðferð á henni þó hún lifl af. Álit og dómar eftir-
litsmannanna Vterða á reiki, þegar þeir hafa ekkert á-
kveðið ástand skepnunnar til að miða að.
í 2. gr. laganna segir: „Hreppstjóri skal á haust-
hreppaskilum annast um, að kosnir séu 2—4 menn, til
þess að hafa eftirlit með fóðurbirgðum hreppsbúa. Það
er skylda þessara manna, að leiðbeina hreppsbúum í öllu,
sem lýtur að heyásetning og meðferð búpenings. Yerði
þeir þess varir, að fénaður einhvers bónda er illa hirtur,
eða ætlað of lítið fóður eða húsrúm, skulu þeir áminna
þann er í hlut á“. í 3. gr. er gert ráð fyrir, að eftir-
litsmenn skuli skoða allan búpening í hreppnum og
fóðurbirgðir á tímabilinu 1. marz til 15. maí, eftir nán-
ari ákvörðun hreppsnefndar. Hér er gert ráð fyrir að
eins einni skoðun og henni ekki fyr en á útmánuðum.
En til þess að leiðbeiningar ejtirlitsmanna geti komið
tið fullum notum, þurfa eftirlitsferðírnar að vera þrjár.
Fyrsta eftirlitsferðin ætti þá að vera í byrjun vetrar, til
þess að reyna að koma í veg fyrir, að ofmikið sé sett á.
Þá er hentugri tími til að fækka fónaði, ef fóður virð-
ist vera of lítið, heldur en þegar komið er fram á ein-
mánuð eða fram yflr sumarmál. Svo ætti önnur skoð-
unin að fara fram um miðjan vetur. Þá er enn þá tími
þó að nokkuð seint sé, til að taka saman ráð sín, ef illa
lítur út með fóðurbirgðir hjá einhverjum. Og þá koma
leiðbeiningar um hirðingu einkum að notum, ef þeirra
þarf með. Þriðja skoðuDÍn ætti svo aö fara fram um
I